Ein­herj­ar með stór­sig­ur á þýsk­um gest­um

Íslenska ruðningsliðið Ein­herj­ar vann stór­sig­ur, 50-0, á þýska liðinu Köln Falcons í Kórn­um á gær­kvöldi. 50-0 sig­ur í ruðningi, am­er­ísk­um fót­bolta, er á við 5-0-sig­ur í fót­bolta.

Bergþór Páls­son, leik­stjórn­andi (e. quart­er­back) Ein­herja, er hæst­ánægður með ár­ang­ur­inn. Sig­ur­inn er fimmti sig­ur liðsins á alþjóðavett­vangi. „Við erum klár­lega á réttri leið. Við erum að reyna að sanna okk­ur til að kom­ast inn í milli­ríkja­deild­ir í Evr­ópu og það geng­ur bara vel,“ seg­ir Bergþór.

„Leik­ur­inn gekk von­um fram­ar,“ seg­ir hann jafn­framt en keppi­naut­ur­inn frá Köln var að fara upp í aðra deild í ruðningi í Þýskalandi. Deild­in þar er sú sterk­asta í Evr­ópu. Bergþór viður­kenn­ir að það kunni að hafa spilað inn í að í þýska liðið vantaði nokkra lyk­il­menn. Continue reading “Ein­herj­ar með stór­sig­ur á þýsk­um gest­um”

Lagði skóna á hilluna í hálfleik

Eitt það ótrúlegasta sem hefur sést í íþróttum í háa herrans tíð átti sér stað í leik Buffalo Bills og LA Chargers í NFL-deildinni í gær. Hinn reyndi bakvörður Buffalo, Vontae Davis, lagði þá skóna á hilluna í hálfleik. Já, hann hætti bara í miðjum leik.

Davis var í byrjunarliði Bills í leiknum en segist síðan hafa ákveðið að vera heiðarlegur við sjálfan sig. Hann fór svo til þjálfarans og sagðist vera hættur. Continue reading “Lagði skóna á hilluna í hálfleik”

Á leið í fangelsi en fékk eins árs samning í NFL-deildinni

Lífið í NFL-deildinni er oft á tíðum æði sérstakt eins og sést líklega best á því að maður sem er á leið í steininn var að skrifa undir samning við sterkt lið í deildinni.

Varnarmaðurinn Mychal Kendricks var rekinn frá Cleveland Browns í lok mánaðarins er hann játaði að hafa tekið þátt í innherjasvikum.

Hann á yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsisdóm en dómsuppkvaðning er aftur á móti ekki fyrr en 24. janúar. Í millitíðinni er honum frjálst að spila amerískan fótbolta. Continue reading “Á leið í fangelsi en fékk eins árs samning í NFL-deildinni”