300 lögreglumenn og 300 öryggisverðir á fyrsta heimaleiknum

Buffalo Bills hefur byrjað NFL-tímabilið vel með tveimur útisigrum á nágrönnum sínum í fyrstu tveimur umferðunum. Nú er aftur á móti komið að fyrsta heimaleiknum um helgina og forráðamenn félagsins hafa smá áhyggjur.

Stuðningsmenn Buffalo Bills eru þekktir fyrir að drekka vel og lengi í kringum leiki liðsins og drykkjulætin stela oft senunni á heimaleikjum liðsins.

Buffalo Bills vann nágranna sína úr New York fylki, New York Jets og New York Giants, í fyrstu tveimur leikjum sínum og er eitt af níu liðum í deildinni sem er með fullt hús. Continue reading “300 lögreglumenn og 300 öryggisverðir á fyrsta heimaleiknum”

Spyrja sig að því hvernig NFL-stórstjarna gat fengið kalsár á fætur um mitt sumar

Óvæntasta fréttamál ameríska fótboltans síðustu daga snýst um fæturna á einum besta útherja NFL-deildarinnar.

Oakland Radiers fékk Antonio Brown frá Pittsburg Steelers og hann átti að verða stærsta stjarna liðsins á komandi tímabili. Það styttist í tímabilið en liðsfélagarnir hafa séð lítið af Antonio Brown inn á æfingavellinum. Continue reading “Spyrja sig að því hvernig NFL-stórstjarna gat fengið kalsár á fætur um mitt sumar”

Mætti til æfinga í brynvörðum bíl

Leikmennirnir í ameríska fótboltanum eru að mæta til æfinga þessa daganna og það styttist óðum í NFL-tímabilið sem hefst í byrjun september.

Sumar af athyglissjúkum stjörnum deildarinnar leita oft nýrra leiða til að fá athygli fjölmiðla þegar þeir mæta aftur til æfinga og varnarmaðurinn Jalen Ramsey vildi tilheyra þeim hópi. Continue reading “Mætti til æfinga í brynvörðum bíl”

Wil­son fékk besta samn­ing sög­unn­ar

Leik­stjórn­and­inn Rus­sell Wil­son skrifaði á dög­un­um und­ir nýj­an samn­ing við Seattle Sea­hawks sem leik­ur í banda­rísku NFL-deild­inni í am­er­ísk­um fót­bolta. Sam­ing­ur­inn gild­ir til árs­ins 2023 og fær Wil­son 140 millj­ón­ir doll­ara í sinn vasa, eða 35 millj­ón­ir doll­ara á ári.

Þetta er besti samn­ing­ur sem gerður hef­ur verið í NFL-deild­inni en Aaron Rod­gers, leik­stjórn­andi Green Bay Packers, átti metið fyr­ir verðmæt­asta samn­ing deild­ar­inn­ar en hann þénar í dag 33,5 millj­ón­ir doll­ara á ári. Continue reading “Wil­son fékk besta samn­ing sög­unn­ar”