Leik­stjórn­and­inn læt­ur gott heita

Eli Mann­ing, leik­stjórn­andi New York Gi­ants í banda­rísku NFL-deild­inni í ruðningi, hef­ur ákveðið að leggja skóna á hill­una en það eru fjöl­miðlar vest­an­hafs sem greina frá þessu. Sam­kvæmt fjöl­miðlum í Banda­ríkj­un­um mun Mann­ing til­kynna um ákvörðun sína á morg­un en fjöl­miðlar hafa nú þegar fengið til­kynn­ingu þess efn­is að Mann­ing sé að hætta eft­ir sex­tán ára fer­il.

Continue reading “Leik­stjórn­and­inn læt­ur gott heita”

51 árs bið senn á enda?

Kans­an City Chi­efs er það lið sem þykir lík­leg­ast til þess að fara með sig­ur af hólmi í Of­ur­skála­leikn­um sam­kvæmt veðbönk­um í banda­rísku NFL-deild­inni í ruðningi. Í kvöld fara fram úr­slita­leik­ir í Am­er­íku­deild­inni og Þjóðardeild­inni og þá kem­ur í ljós hvaða tvö lið mæt­ast í Of­ur­skál­ar­leikn­um fræga.

New Eng­land Pat­riots, ríkj­andi meist­ar­ar, féllu úr leik á „Wild Card“ helg­inni svo­kölluðu en þar mættu Pat­riots liðinu með sjötta besta ár­ang­ur­inn í Am­er­íku­deild­inni, Tenn­esse Tit­ans, og töpuðu nokkuð óvænt. Leik­stjórn­and­inn Tom Bra­dy fær því ekki tæki­færi til þess að  verja titil­inn en hann hef­ur níu sinn­um kom­ist í Of­ur­skál­ar­leik­inn, oft­ar en nokk­ur ann­ar.

Continue reading “51 árs bið senn á enda?”

Gefa út handtökuskipun á stórstjörnu fyrir að rassskella lögreglumann

Þetta var erfitt tímabili fyrir NFL-súperstjörnuna Odell Beckham Jr. í NFL-deildinni og ekki hefur það batnað eftir tímabilið eftir að hann kom sér í mikil vandræði hjá lögreglunni í New Orleans borg.

Odell Beckham Jr. var á sínum tíma í Louisiana State háskólanum og hann var mættur til New Orleans þegar LSU spilaði til úrslita um háskólatitilinn í Bandaríkjunum.

Continue reading “Gefa út handtökuskipun á stórstjörnu fyrir að rassskella lögreglumann”

Bra­dy gæti spilað fyr­ir annað lið

Tom Bra­dy, sig­ur­sæl­asti leik­stjórn­and­inn í am­er­ísk­um ruðningi frá upp­hafi, seg­ir mjög ólík­legt að hann sé hætt­ur, þrátt fyr­ir að vera orðinn 42 ára. Bra­dy verður samn­ings­laus eft­ir leiktíðina, en hann hef­ur verið leikmaður Pat­riots síðustu 20 árin.

Bra­dy var hins veg­ar óljós í svör­um er hann var spurður út í framtíð sína hjá Pat­riots. „Ég elska að spila ruðning og ég elska að spila fyr­ir þetta lið og hef gert það síðustu tvo ára­tug­ina en ég veit ekki hvað ger­ist í framtíðinni,“ sagði Bra­dy við banda­ríska fjöl­miðla eft­ir tap gegn Tenn­essee Tit­ans í úr­slita­keppn­inni aðfaranótt sunnudagsins .

Continue reading “Bra­dy gæti spilað fyr­ir annað lið”

Veislan hefst í NFL-deildinni í DAG

Úrslitakeppni NFL-deildarinnar hefst í dag .

Fyrsta helgin er kölluð „Wild Card-helgin“ en þá spila átta lið en fjögur bestu lið deildarinnar í vetur fá að hvíla.

Veislan hefst í klukkan 21.35 er Houston Texans tekur á móti Buffalo Bills. Texans spilað ágætlega í vetur en hefur vantað stöðugleikann. Bills er það lið sem hefur komið einna mest á óvart í vetur og verður áhugavert að sjá hvernig þessi leikur spilast.

Continue reading “Veislan hefst í NFL-deildinni í DAG”