NFL-deildin að trufla heimaleik hjá Tottenham

Það er allt á öðrum endanum hjá heimavallarráði Tottenham þar sem enska félagið er í miðjum klíðum við að endurraða heimaleikjum haustsins eftir að ljóst varð að nýr leikvangur félagsins yrði ekki tilbúinn.

Nýjasta vandamálið er stórleikurinn við Englandsmeistara Manchester City. Leikur Tottenham og Manchester City átti að fara fram 28. október á nýja Tottenham leikvanginum. Daily Mail segir frá.

Tottenham ætlaði að færa leikinn yfir á Wembley, eins og hina heimaleiki sína fram að því að nýr leikvangur er klár, en að þessu sinni var það ekki hægt. Continue reading “NFL-deildin að trufla heimaleik hjá Tottenham”

Trump vill setja leik­menn sem krjúpa í bann

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti vill að leik­menn sem krjúpa, þegar banda­ríski þjóðsöng­ur­inn er spilaður fyr­ir leiki í NFL-deild­inni, verði dæmd­ir í bann. Marg­ir leik­menn deild­ar­inn­ar tóku hné þegar þjóðsöng­ur­inn var spilaður á síðustu leiktíð til þess að sýna sam­stöðu með svörtu og lituðu fólki í Banda­ríkj­un­um. Continue reading “Trump vill setja leik­menn sem krjúpa í bann”

Vandamálið fyrir stráka og stelpur sem eiga NFL-sparkara fyrir pabba

„Pabbi nennir þú að koma út að leika,“ gæti sonur Graham Gano hafa kallað til pabba síns á dögunum en strákurinn var eflaust búinn að gleyma vandamáli stráka og stelpna sem eiga NFL-sparkara fyrir pabba.

Graham Gano vinnur nefnilega við það að sparka boltanum í NFL-deildinni og hefur gert það frá árinu 2009. Gano hefur skorað 210 vallarmörk á ferlinum og lengsta vallarmarkið skoraði hann af 59 jarda færi. Continue reading “Vandamálið fyrir stráka og stelpur sem eiga NFL-sparkara fyrir pabba”

Lamdi kærustuna og kastaði hundinum þvert yfir stofuna

NFL-leikmaðurinn Reuben Foster er í vondum málum eftir að hafa gengið í skrokk á unnustu sinni og þess utan farið illa með hundinn hennar.

Lögreglan kom á heimili þeirra í byrjun febrúar og þá var unnustan í mjög vondu standi. Í yfirlýsingu frá lögreglu kom fram að Foster hefði kýlt unnustuna, Elisa Ennis, átta til tíu sinnum í andlitið og svo dregið hana út úr húsinu á hárinu.
Continue reading “Lamdi kærustuna og kastaði hundinum þvert yfir stofuna”