Fyrrum NFL-leikmaður er nú læknir í fremstu röð í baráttunni við COVID-19

Myron Rolle, er lærður taugaskurðlæknir, og er nú á sínu þriðja starfsári á Massachusetts General Hospital í Boston borg. Staðan er hins vegar sú núna að flestir eru komnir með COVID-19 sjúkdóminn á verkefnalistann sinn.

„Taugaskurðlækningadeildinni okkar hefur verið breytt í deild fulla af COVID-19 sjúklingum. Það er mikið að gera hjá okkur öllum,“ sagði Myron Rolle í viðtali við ESPN.

Continue reading “Fyrrum NFL-leikmaður er nú læknir í fremstu röð í baráttunni við COVID-19”

Bra­dy staðfest­ir flutn­ing til Flórída

Tom Bra­dy, sig­ur­sæl­asti leik­stjórn­andi allra tíma í NFL-deild­inni í banda­ríska ruðningn­um, til­kynnti á sam­fé­lags­miðlum í vikunni að hann væri geng­inn til liðs við Tampa Bay Bucca­neers.

ESPN seg­ir að sam­kvæmt sín­um heim­ild­um sé hann bú­inn að skrifa und­ir tveggja ára samn­ing við fé­lagið.

Continue reading “Bra­dy staðfest­ir flutn­ing til Flórída”

Kans­as City meist­ari eft­ir magnaðan enda­sprett

Kans­as City Chi­efs vann sinn fyrsta meist­ara­titil í NFL-ruðnings­deild­inni í nótt með því að sigra San Francisco 49ers 31:20 í Of­ur­skál­ar­leikn­um í Miami eft­ir frá­bær­an enda­sprett en staðan var 10:10 í hálfleik og 49ers var komið í 20:10 þegar langt var liðið á leik­inn.

Continue reading “Kans­as City meist­ari eft­ir magnaðan enda­sprett”

Leik­stjórn­and­inn læt­ur gott heita

Eli Mann­ing, leik­stjórn­andi New York Gi­ants í banda­rísku NFL-deild­inni í ruðningi, hef­ur ákveðið að leggja skóna á hill­una en það eru fjöl­miðlar vest­an­hafs sem greina frá þessu. Sam­kvæmt fjöl­miðlum í Banda­ríkj­un­um mun Mann­ing til­kynna um ákvörðun sína á morg­un en fjöl­miðlar hafa nú þegar fengið til­kynn­ingu þess efn­is að Mann­ing sé að hætta eft­ir sex­tán ára fer­il.

Continue reading “Leik­stjórn­and­inn læt­ur gott heita”