Hard Knocks á leiðinni í háskólafótboltann

Hard Knocks þættirnir hafa hingað til fjallað um NFL-lið á undirbúningstímabilinu eins og áhorfendur Stöðvar tvö Sport hafa fengið að sjá síðustu ár. Nú bætast við þættir af Hard Knocks.

Hard Knocks var fluga á vegg á undirbúningstímabili Oakland Raiders liðsins í haust og flestir héldu að þátturinn fær nú í ársfrí eins og síðustu ár. Það er hins vegar ekki svo. Continue reading “Hard Knocks á leiðinni í háskólafótboltann”

300 lögreglumenn og 300 öryggisverðir á fyrsta heimaleiknum

Buffalo Bills hefur byrjað NFL-tímabilið vel með tveimur útisigrum á nágrönnum sínum í fyrstu tveimur umferðunum. Nú er aftur á móti komið að fyrsta heimaleiknum um helgina og forráðamenn félagsins hafa smá áhyggjur.

Stuðningsmenn Buffalo Bills eru þekktir fyrir að drekka vel og lengi í kringum leiki liðsins og drykkjulætin stela oft senunni á heimaleikjum liðsins.

Buffalo Bills vann nágranna sína úr New York fylki, New York Jets og New York Giants, í fyrstu tveimur leikjum sínum og er eitt af níu liðum í deildinni sem er með fullt hús. Continue reading “300 lögreglumenn og 300 öryggisverðir á fyrsta heimaleiknum”