Fór í keilu og hringdi inn lasinn.

Einn besti hlaupari NFL-deildarinnar, Le’Veon Bell, hefur verið talsvert gagnrýndur í vikunni þar sem hann ákvað að skella sér í keilu.

Það gerði hann síðastliðið laugardagskvöld. Daginn eftir átti hann að spila með NY Jets en hringdi sig inn veikan. Það fór illa í þjálfara liðsins, Adam Gase, sem sagði hann setja vont fordæmi.

Continue reading “Fór í keilu og hringdi inn lasinn.”

Ein­herj­ar unnu Þjóðverj­ana sann­fær­andi

Á síðastliðinn sunnudag fór fram í Akra­nes­höll­inni þrett­ándi milli­landa­leik­ur ruðningsliðs Ein­herja. And­stæðing­ur­inn var Pforzheim Wild­dogs sem spil­ar í 3. deild Þýska­lands (af 6 deild­um).

Ein­herj­ar unnu nokkuð þægi­leg­an sig­ur 38:20. Bergþór Phillipp Páls­son kastaði fyr­ir þrem­ur snerti­mörk­um og Ingi Þór Kristjáns­son hljóp inn tvö til viðbót­ar. 

Lesa meira