Gruden að taka við Oakland Raiders

Sjónvarpsmaðurinn skemmtilegi hjá ESPN, Jon Gruden, er á leið aftur í NFL-deildina. Hann mun væntanlega taka við liði Oakland Raiders sem hann þekkir vel.

Gruden þjálfaði lið Oakland frá 1998 til 2001. Starfið er laust þar sem félagið rak Jack del Rio á sunnudag.

Svo æstur er Mark Davis, eigandi Raiders, að fá Gruden í starfið að hann er sagður vera til í að bjóða honum hlut í félaginu ofan á himinhá laun fyrir að þjálfa þetta skemmtilega lið sem senn flyst yfir til Las Vegas. Continue reading “Gruden að taka við Oakland Raiders”

Bills sendi Bengals fullan bíl af kjúklingavængjum

Forráðamenn Buffalo Bills stóðu við stóru orðin í dag er þeir sendu 1.440 kjúklingavængi yfir til Cincinnati.

Bills komst um síðustu helgi í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í fyrsta sinn síðan 1999. Til þess að komast þangað þurfti Buffalo að vinna sinn leik og treysta á aðstoð frá Cincinnati Bengals gegn Baltimore Ravens. Continue reading “Bills sendi Bengals fullan bíl af kjúklingavængjum”