Völlurinn:

Yard(s):

Yardi(ar)
Helsta mælieiningin í amerískum fótbolta. 1 yardi jafngildir 0,9144 metrum.

Endzone: Endasvæði
10 yarda svæði sitthvorum meginn við völlinn endilangan. Leikmaður þarf að komast með boltann í endasvæðiandstæðingsins til að skora snertimark.

Redzone: Teigur
Svæðið frá 20 yarda línunni og að marklínunni.

Line of scrimmage: Átakalína
Línan þar sem boltinn er staðsettur í upphafi hvers kerfis. Staðsetning hennar fer eftir síðasta kerfi.

Goalposts: Markstangir
Gulu stangirnar sem standa fyrir aftan endasvæðið. Sparkarar þurfa að hitta á milli þeirra til að ná vallarmarki.

Goal line: Marklína
Línan sem afmarkar 100 yarda völlinn og endasvæðið.

 

Atvik:

Pass: Sending

Reception: Grip

Touchdown: Snertimark
Leikmaður fer með boltann eða grípur hann inni í endasvæðinu. Snertimark gefur 6 stig.

Safety: Sjálfsmark
Leikmaður er tæklaður niður inni í eigin endasvæði. 2 stig fást fyrir það og að auki þarf liðið sem fékk á sig
sjálfsmarkið að sparka boltanum upp til hins liðsins.

Field goal: Vallarmark
Sparkari sparkar boltanum á milli markstanganna. 3 stig fást fyrir það.

Extra point: Aukastig
Spark sem er í boði eftir hvert snertimark. Kippurinn tekinn tveim yördum frá marklínunni sem jafngildir 20 yarda sparki. Af þessu hlotnast 1 stig.

2 point conversion: 2ja stiga tilraun
Gert í staðinn fyrir aukastigið eftir snertimark. Þá er tekið sendingar- eða hlaupakerfi tveim yördum frá
marklínunni og fást 2 stig fyrir það.

Sack: Niðrun
Leikstjórnandi með boltann er tæklaður fyrir aftan átakalínuna.

1st down/Moving the chains: Endurnýjun
Sóknarliðið kemst 10 yarda frá upphafs átakalínunni.

Fumble: Misstur bolti
Leikmaðurinn sem er með boltann missir hann.

Dropped pass: Misgrip
Grípari grípur ekki boltann.

Interception: Varnargrip
Varnarmaður grípur boltann frá andstæðingnum.

Pass broken up: Hindruð sending
Varnarmaður hindrar sendingu frá leikstjórnanda.

Pick 6: Stolin Sexa
Varnarmaður grípur boltann og skorar snertimark.

Takeaway: Stolinn bolti
Varnarliðið nær boltanum af sóknarliðinu.

Turnover: Tapaður bolti
Sóknarliðið missir boltann til varnarliðsins.

Punt: Uppspark
Sóknarlið gefst upp á sókn og sparkar boltanum til andstæðingsins.

Snap: Kippur
Akkerið afhendir boltann til leikstjórnanda.

Drive: Sókn
Röð kerfa.

Play: Kerfi

Scheme: Sóknar-/Varnarskipulög
Skipulag þjálfarans.

Record: Sigurhlutfall

Fair catch: Frígrip
Grípari uppsparka veifar hendi sem veldur því að mótherjarnir mega ekki snerta hann.

Handoff: Rétta
Leikstjórnandi réttir hlaupara boltann.

Incompletion: Ókláruð sending

Kickoff: Upphafsspark
Spark sem markar upphaf hverrar sóknar. Sparkið er tekið 35 yördum frá eigin marklínu.

Punt return: Uppsparksskil
Grípari uppsparks reynir að koma boltanum eins langt áfram og hann mögulega getur.

Kickoff return: Sparkskil
Grípari upphafssparks reynir að koma boltanum eins langt áfram og hann mögulega getur.

Hail Mary: Hail Mary
Örvæntingakerfi sem yfirleitt er tekið í lok jafnra leikja. Gríparar hlaupa þá upp endilangann völlinn og leikstjórnandinn reynir að kasta til þeirra. Nýtingin á þessum kerfum í NFL er einungis 1-2%.

Kneel: Krjúpa
Leikstjórnandi krýpur með boltann í þeim tilgangi að láta tímann renna út.

Play-action: Falskt kerfi.
Leikstjórnandi þykist ætla að rétta boltann til hlaupara en kastar svo til grípara.

Read option: Möguleikakerfi
Leikstjórnandi les hreyfingar varnarmanna eftir kippinn og ákvarðar út frá þeim hvaða aðgerð hann velur.

Scramble: Þraukun
Leikstjórnandi fer úr vasanum þegar hann skynjar pressu frá vörninni.

Quarterback sneak: Leikstjórnandalauma
Leikstjórnandinn laumar sér snöggt í gegnum sóknarlínuna til að ná endurnýjun.

Challenge: Áfrýjun
Þjálfari áfrýjar ákvörðun dómara í leiknum með því að kasta rauðu flaggi inná völlinn

Snap count: Kipptal
Allt sem leikstjórnandinn segir eftir að leikmenn hafa komið sér í stöður og fram að kippnum.

Spike: Spreð
Leikstjórnandi dúndrar boltanum þokkafullt í jörðina til að stöðva tímaniðurtalninguna.

Squib kick: Skoppspark
Upphafsspark þar sem sparkari lætur boltann skoppa til að koma í veg fyrir niðursetningu.

Onside kick: Endurheimtingarspark
Sparkari sparkar boltanum 10 yarda í þeirri von að samherjar hans nái honum. Er gert í stað hefðbundina upphafssparka.

Touchback: Niðursetning
Grípari upphafssparks fer niður á hné í endasvæðinu eða að sparkið fer út fyrir endasvæðið. Þá er boltanum stillt upp 20 yördum frá umtöluðu endasvæði.

Turnover on downs: Misheppnuð fjórða tilraun

 

 

Stöður:

Receiver: Grípari

Quarterback: Leikstjórnandi
Aðalleikmaður hvers liðs. Sér um að gefa hlaupurum boltann og kasta til inn- og útherja liðsins. Sumir
leikstjórnendur eru einnig lunknir við að hlaupa og gera það þegar þeir sjá góðar hlaupaleiðir opnast fyrir framan sig.

Wide receiver: Útherji
Sérhæfir sig í að grípa sendingar frá leikstjórnandanum. Er með fyrirfram ákveðna hlaupaleið í hverju kerfi sem hann hleypur og reynir að komast framhjá þeim leikmanni sem sér um að dekka hann. Blokkar einnig fyrir samherja sína þegar þess er þörf. Til eru tvær aðalgerðir af útherjum. Annarsvegar hraðútherji (speed receiver) en þeir eru gífurlega fljótir og snöggir. Hraðútherjar eru hættulegir þar sem þeir eru vinsæl skotmörk fyrir leikstjórnandann í löngum sendingum og því þurfa varnarmennirnir að geta elt þá uppi. Hraðútherjar teygja völlinn eins og það er kallað, því meira af vellinum verður nothæfur fyrir sóknina vegna eiginleika þeirra. Hin gerðin af útherjum er boltaútherji (possession receiver). Boltaútherjar eru svo nefndir þar sem þeir eru yfirleitt með mjög traustar hendur og missa sjaldan boltann, þ.e. ná góðu gripi um leið og boltinn berst til þeirra og halda honum. Til þeirra er leitað í stuttum sem löngum sendingum og koma boltanum fram á völlinn.

Runningback: Hlaupari/Fullback: Ruðningshlaupari

Hlauparinn er aftasti leikmaðurinn í sókninni og aðal hlaupari liðsins. Ruðningshlauparinn stendur fyrir framan hlauparann í þeim sóknarkerfum sem nota tvo hlaupara. Aðalhlutverk ruðningshlauparans er að blokka fyrir hlauparann en hann hleypur einnig við sérstök tilefni, t.a.m. þegar liðið er við marklínuna og reynir að skora eða upp við endurnýjunarlínuna. Ruðningshlauparinn er venjulega þyngri og kraftmeiri heldur en hlauparinn en aftur á móti er hlauparinn hraðari.

Tight end: Innherji

Leikmaður sem staðsetur sig yst á sóknarlínunni, annaðhvort hægra eða vinstra megin. Hans aðalhlutverk er að blokka en hann er einnig með traustar hendur og til hans er leitað í sumum kastkerfum. Flestir af þekktari innherjum deildarinnar eru meira fyrir það að grípa boltann og eru sóknarvopn fyrir lið sín en þeir sem eru meira í að hindra og grípa endrum og sinnum eru ekki eins mikið í sviðsljósinu. Er hluti af sóknarlínunni.

Offensive tackle: Sóknartæklari
Skiptist í vinstri og hægri eftir því hvorum megin á sóknarlínunni sem hann stendur. Sóknartæklarinn er ysti maður á sóknarlínu ef innherji er ekki notaður á þeirri hlið. Hlutverk þeirra er að hindra í hlaupa og kastkerfum og verja leikstjórnandann. Þegar leikstjórnandi er rétthentur sér sóknartæklarinn sem stendur á vinstri enda sóknarlínunnar (LT) um að verja blindu hlið leikstjórnandans. Vinstri sóknartæklarinn er því mikilvægari í flestum tilfellum þar sem hann sér um að halda aðalvarnarlínumanninum frá því að fella leikstjórnandann þar sem leikstjórnandinn snýr bakhliðinni að þeim hluta vallarins og sér því ekki þegar varnarmaðurinn er kominn í gegn og getur niðrað hann.

Guard: Sóknarvörður
Sóknarverðirnir eru staðsettir sitthvorum megin við akkerið með sóknartæklara sér á vinstri eða hægri hönd, eftir því hvorum megin við akkerið þeir eru staðsettir. Skiptist í vinstri og hægri eftir staðsetningu á sóknarlínunni. Sér um að hindra í hlaupa- og kastkerfum. Sú staða í sókninni sem fær venjulega minnsta athygli og er sjaldnast í fréttum.

Center: Akkeri
Leikmaður sem er staðsettur í miðju sóknarlínunnar. Akkerið byrjar hvert kerfi með því að afhenda
leikstjórnandanum boltann gegnum klofið á sér. Eftir að hann hefur afhent leikstjórnandanum boltann sér hann um að hindra í bæði hlaupa og kastkerfum.

Defensive tackle: Varnartæklari
Leikmaður sem er staðsettur í miðju varnarlínunnar. Mismunandi eftir varnarskipulagi hjá liðum hvort notaðir eru einn eða tveir varnartæklarar. Í 4-3 leikkerfinu eru notaðir tveir varnartæklarar en í 3-4 leikkerfinu er notaður einn varnatæklari og er hann þá nefndur neftæklari. Hlutverk varnartæklarans er aðallega að stoppa hlaupara en einnig að setja pressu á leikstjórnandann og reyna að niðra hann. Þar sem varnarendarnir reyna að halda hlaupurum frá því að hlaupa utarlega hlaupa þeir oftast beint á varnarlínuna og þar eru varnartæklararnir til að stoppa hlauparana.

Defensive end: Varnarendi
Leikmaður sem er staðsettur á enda varnarlínunnar. Skiptist í vinstri og hægri eftir því hvorum megin á
varnarlínunni hann er staðsettur. Hlutverk varnarendans er tvíþætt: að setja pressu á leikstjórnandann og reyna að niðra hann annarsvegar og stöðva hlaupara frá því að hlaupa útfyrir varnarlínuna hinsvegar. Hægri staðan er mikilvægari í flestum tilfellum þar sem þar eru hraðari leikmennirnir því þeir sækja að blindu hlið leikstjórnandans og eru því í betri stöðu til að niðra hann. Ávallt er leikið með tvo varnarenda á varnarlínunni.

Outside/Weakside linebacker: Ytri línuvörður

Inside/Middle linebacker: Innri línuvörður

Leikmaður sem er staðsettur fyrir aftan varnarlínuna en fyrir framan baksvæðið. Skiptist í innri og ytri. Þegar 4-3 leikkerfið er notað eru 3 línuverðir og skiptast þeir þá í vinstri og hægri ytri línuverði og innri línuvörð en í 3-4 leikkerfinu eru notaðir 4 línuverðir og bætist þá við einn innri línuvörður. Hlutverk þeirra er mjög misjafnt eftir því hvaða kerfi er valið og stöðu leiksins hverju sinni. Meðal hlutverka línuvarðanna er að setja pressu á leikstjórnandann og reyna að niðra hann, stöðva hlauparana og að dekka inn- og útherja. Ytri línuverðirnir eru annaðhvort sagðir vera sterkhliðar línuvörður eða veikhliðar línuvörður. Sterkhliða línuvörðurinn sér um það að vera þeim megin sem innherji andstæðinganna er. Sterkhliða línuvörðurinn er kallaður svo því hann er sterkasti
línuvörðurinn og þarf að geta komist framhjá aðalhindrara sóknarinnar. Veikhliða línuvörðurinn er aftur á móti snöggari þar sem hann getur lent í því að þurfa að verjast á tiltölulega opnum velli. Innri línuvörðurinn sér um að kanna uppstillingu sóknarinnar og gera tilheyrandi breytingar svo vörnin sé ekki vitlaust stillt upp. Þess vegna eru þeir oft kallaðir fyrirliðar varnarinnar.

Cornerback: Útvörður
Leikmaður sem staðsetur sig við sóknarlínuna upp við hliðarlínuna. Yfirleitt eru tveir bakverðir í hverju kerfi (stundum þrír) og skiptast þeir í vinstri og hægri eftir því hvorum megin á vellinum þeir eru er staðsettir. Hlutverk bakvarðarins er að dekka útherja andstæðingsins og passa upp á að hann grípi ekki boltann. Bakvörður getur einnig dekkað eitthvað sér svæði á vellinum og hindrað leikmenn sem eru á því svæði að grípa boltann.
Bakverðir geta annaðhvort slegið boltann úr höndum útherjanna eða gripið boltann sjálfir og ná þar með varnargripi þegar þeir eru að verjast gegn sendingum. Í hlaupakerfum sjá bakverðir um að halda aftur af hlauparanum ef hann kemur til þeirra.

Safety: Bakvörður
Leikmaður sem er staðsettur aftast á öðru stigi varnar og sérhæfir sig í að stöðva langar sendingar niður völlinn. Skiptist í sterkt og frjálst öryggi. Sterka öryggið er yfirleitt sterkari byggt en frjálsa öryggið og stendur nær átakalínunni en hann. Sterka öryggið hjálpar til við að stoppa hlaupakerfi með því að hlaupa í átt að átakalínunni þegar hlauparinn fær boltann. Frjálsa öryggið er aftur á móti snöggur og sér til þess að skilja ekki útherja eða innherja eina og óvaldaða eftir aftarlega á vellinum. Öryggin hjálpa bakvörðunum með dekkun, jafnt maður á mann og í svæðisvörn.

Kicker: Sparkari
Sparkar vallarmörk, aukastig og yfirleitt upphafsspörk. Punter: Uppsparkari
Sparkar uppspörk, heldur oft boltanum í vallarmörkum og aukastigum. Tekur upphafsspörk hjá einstaka liðum.

Special teams: Sérgreinarliðið
Hópurinn sem er inná í upphafsspörkum, aukastigum og uppspörkum.

Return specialist: Skilasérfræðingur
Grípur upphafs- og/eða uppspörk og gerir sitt besta að koma þeim í endasvæði andstæðingsins.
Skilasérfræðingurinn tekur ákvörðunina um hvort hann skili eður ei, hvort að boltinn sé niðursettur eða hann reyni að skila honum.

Offensive line: Sóknarlína
Sá hluti sóknarinnar sem er skipuð akkeri, vörðum, sóknartæklurum og innherja. Sóknarlínan er staðsett á átakalínunni.

Defensive line: Varnarlína
Sá hluti varnarinnar sem skipuð er varnarendum og varnartæklurum. Er ýmist skipuð 3 eða 4 mönnum eftir því hvort 3-4 eða 4-3 skipulagið er notað. Aðalhlutverk hennar er að stöðva hlaupaleik sóknarinnar í fæðingu og að setja pressu á leikstjórnandann. Á í ævilangri baráttu við sóknarlínuna.

Secondary: Seinna stig (varnar)
Útverðir og bakverðir.

 

Brot:

Flag: Brot

False start,Encroachment, Neutral Zone Infraction, Offside: Rangstaða
Leikmaður fer af stað á undan kippnum eða sóknarlínan má ekki vera með snöggar hreyfingar. 5 yarda refsing fæst fyrir, bæði í sókn og vörn.

Illegal formation: Röng uppröðun
Ef of margir eða of fáir leikmenn eru í sóknarlínunni. Fæst mega 4 vera í línunni en mest mega vera 6. Það verður einnig alltaf að vera grípari beggja vegna við innri línumennina. 5 yarda refsing.

Pass interference: Sendingartruflun
Leikmaður er að eiga við í mótherja sínum áður en að sendingin berst til þeirra. Ef varnarmaður brýtur á grípara skal boltanum stillt upp þar sem brotið átti sér stað og út frá því er sjálfvirk endurnýjun dæmd. Ef grípari brýtur á varnarmanni er refsingin 10 yardar.

Illegal contact: Ólögleg snerting
Leikmaður á við annan leikmann þegar komið er lengra en 5 yarda frá átakalínunni. 5 yarda refsing og sjálfvirk endurnýjun.

Delay of game: Leiktöf
Kerfisklukkan klárast áður en kerfið hefst. 5 yarda refsing.

Facemask: Grímutak
Leikmaður grípur um grímuna á hjálmi andstæðingsins. 15 yarda refsing.

Holding: Ólöglegt hald
Leikmaður heldur ólöglega í andstæðinginn. Refsing á vörnina er 5 yardar og sjálfvirk endurnýjun en 10 yardar á sóknina.

Horsecollar tackle: Kragatak
Varnarmaður grípur í kragann á brynju leikmanns að aftan frá og togar hann niður. 15 yarda refsing og sjálfvirk endurnýjun.

Illegal shift: Ólögleg Skipting
Sóknarmaður hefur ekki komið sér í stöðu tímanlega fyrir kippin eftir að hafa fært sig til fyrir kerfið. 5 yarda
refsing.

Illegal motion: Ólögleg hreyfing
Sóknarmaður í hreyfingu tekur stefnubreytingu fram á við fyrir kippinn. 5 yarda refsing.

Intentional grounding: Ólöglegt kast
Leikstjórnandi kastar sendingu fram á við og ekki til neins grípara heldur eingöngu til að forðast niðrun. 10 yarda refsing.

Leiklýsingar:

Under center: Aftan akkerið

Pistol: Hálfhleypa

Shotgun: Alhleypa

‘I’ formation: Stillt upp í röð

 

Down: Tilraun
Sóknarlið hefur 4 tilraunir til að ná endurnýjun. Yfirleitt eru 3 þeirra notaðar fyrir hefðbundin kerfi og sú fjórða
notuð í uppspark eða vallarmark.

Hurrying the QB: Þvingun
Varnarliðið þrýstir það mikið á leikstjórnandann að hann þarf að losa sig við boltann fyrr en áætlað var.

Huddle: Þyrping
Lið hópast saman og undirbýr næsta kerfi.

Formation: Uppstilling
Staða leikmanna á vellinum fyrir kippinn.

Pocket: Hola
Svæðið sem sóknarlínan myndar til að verja leikstjórnandann þegar kastkerfi eru notuð.

Pump fake: Falskt kast
Leikstjórnandi þykist ætla að kasta til að koma vörninni úr jafnvægi.

Passer rating: Kastaraeinkunn
Einkunin sem leikstjórnandi fær eftir hvern leik. Hæsta mögulega kastaraeinkunn í NFL er 158,3.

Stiff arm: Armrétta
Leikmaðurinn með boltann reynir að stöðva varnarmann með armréttingu.

Juke move: Fitta
Leikmaðurinn með boltann forðast varnarmann með snöggri hreyfingu í aðra hvora áttina.

Time of possession: Boltayfirráð
Tími meðan lið er í sókn.

Blindside: Blind hlið
Sú hlið leikmanns sem hann sér ekki.

Weakside: Veik hlið
Sú hlið leikstjórnanda sem er öfugu megin við kasthönd hans.

Wildcat offence: Villiköttur
Sóknarkerfi þar sem leikstjórnandinn fær ekki boltann fyrstur eða ekki. Þá fer kippurinn beint til hlaupara eða
útherja.

Yards after the catch: Yardar eftir grip

Blitz: Þruma
Vörnin þjarmar að leikstjórnandanum og reynir að ná niðrun.

Ball control: Boltastjórnun

Batted pass: Sleginn bolti
Vörnin slær boltann niður eða verður valdur af stefnubreytingu í loftinu.

Screen pass: Þversending
Sérhannað kerfi þar sem kastið fer ekki yfir átakalínuna og þá á sama tíma eru aðrir leikmenn sóknarinnar
heldur en gríparinn að hindra að vörnin komist í gríparann.

Carrie: Burður/Hélt á
Leikmaður heldur á boltanum.

Chop block: Hindrunartækling
Sóknarmaður hindrar varnarmann að komast í manninn með boltann með því að dýfa sér á fæturnar á honum og fella hann.

Block: Hindrun

Route: Hlaupaleið

Cover: Dekkun
Varnarmaður passar að sóknarmaður sé ekki laus.

Cover 2: Tveggja manna dekkun

Man to man: Maður á mann

Zone defence: Svæðisvörn

 

Í deildinni:

Dynasty: Stórveldi
Lið sem á góðu gengi að fagna í lengri tíma.

Free Agency: Leikmannamarkaður
Leikmenn sem eru án samnings og lið reyna að gera samning við þá.

Roster: Leikmannahópur
Afmarkast af 53 leikmönnum sem þjálfari og framkvæmdastjóri velja í sameiningu.

Training camp: Æfingabúðir
Hefjast um miðjan júlí.

Mini camp: Byrjunarbúðir
Þriggja daga æfingabúðir þar sem nýjir þjálfarar fá tækifæri á að kynnast leikmönnunum og er einblínt á nýliða
og slakari leikmenn.

Undrafted: Óvalinn
Leikmaður sem ekki var valinn í nýliðavali heldur gefinn samningur eftir nýliðavalið.

Pre Season: Undirbúningstímabil
Hefst í byrjun ágúst og í því eru fjórir leikir á lið.

Off season: Frítíð
Byrjar strax eftir Super Bowl og endar um miðjan júlí þegar æfingabúðir hefjast.