End­ur­nýja kynn­in í Flórída

Rob Gronkowski, einn besti inn­herji í sögu banda­rísku NFL-deild­ar­inn­ar í ruðningi, hef­ur ákveðið að taka skóna af hill­unni en þetta staðfesti leikmaður­inn í gær. Gronkowski hef­ur samþykkt að ganga til liðs við Tampa Bay Bucca­neers en hann er orðinn þrítug­ur.

Gronkowski hafði ásamt goðsögninni Tom Brady verið einn af skærustu stjörnum New England Patriots en í mars á síðasta ári greindi Gronkowski frá því að hann hefði ákveðið að hætta.

Fyrir stuttu síðan lét hann svo Patriots vita að hann væri klár á nýjan leik. Hann vildi þó spila með Tom Brady sem gekk í raðir Buccaneers fyrir ekki alls löngu eftir tuttugu ára flekklausan feril með Patriots þar sem hann vann meðal annars Ofurskálina sex sinnum.

Tom Bra­dy, fyrr­ver­andi leik­stjórn­andi New Eng­land Pat­riots til nítj­án ára, og Gronkowski þekkj­ast afar vel og náðu frá­bær­um ár­angri sam­an í deild­inni. Bra­dy gekk til liðs við Bucca­neers á dög­un­um og má leiða að því lík­ur að leik­stjórn­and­inn eigi stór­an þátt í því Gronkowski ákvað að taka skóna af hill­unni.

Gronkowski er af mörgum talin einn besti innherji sögunnar og hefur marg oft verið valinn í úrvalslið deildarinnar. Síðustu tímabil hefur hann hins vegar glímt mikið við meiðsli og eyddi hann síðasta ári í að kynna alls kyns fyrirtæki; þar á meðal fyrirtæki sem framleiða kannabisefni sem og Wrestling.

Þeir eru því sameinaðir á nýjan leik; Tom Brady og Rob Gronkowski en þeir hafa í gegnum árin gert magnaða hluti saman hjá Patriots. Það verður fróðlegt að fylgjast með þeim í nýrri borg.

Start a Conversation

Your email address will not be published. Required fields are marked *