Einn besti varn­ar­maður­inn með veiruna

Von Miller, einn besti varn­ar­maður­inn í NFL-deild­inni í ruðningi, hef­ur verið greind­ur með kór­ónu­veiruna. Miller, sem leik­ur með Den­ver Broncos, var val­inn maður Of­ur­skál­ar­leiks­ins árið 2015 er Den­ver hafði bet­ur gegn Carol­ina og varð meist­ari. 

Miller hef­ur átta sinn­um verið val­inn í úr­valslið deild­ar­inn­ar, en hann hef­ur leikið með Den­ver all­an at­vinnu­manns­fer­il­inn, alls 135 leiki. 

„Ég var í upp­námi. Ég er bú­inn að vera í Den­ver í fjór­ar vik­ur og ég er bú­inn að fara út úr húsi fjór­um sinn­um og aldrei farið út úr bíln­um. Þetta byrjaði með ein­föld­um hósta, sem síðan versnaði. Ég er með ast­ma og pústið sem venju­lega slær á hóst­ann virkaði ekki,“ sagði Miller við NBC.

Rúm­lega 8.200 manns hafa fengið veiruna í Col­ara­doríki og 355 látið lífið vegna henn­ar. Miller er hins veg­ar með væg ein­kenni og á bata­vegi.

Start a Conversation

Your email address will not be published. Required fields are marked *