Fyrr­ver­andi leik­stjórn­andi í NFL lést í bíl­slysi

Tavar­is Jackson, sem lék með Minnesota Vik­ings, Seattle Sea­hawks og Buffalo Bills í NFL-deild­inni, er lát­inn, 36 ára að aldri. 

Jackson var einn í bif­reið sinni þegar hann missti stjórn á henni, keyrði á tré og valt niður brekku og endaði að lok­um á hvolfi.

Var hann í kjöl­farið flutt­ur á slysa­deild, en úr­sk­urðaður lát­inn skömmu síðar. Hann læt­ur eft­ir sig eig­in­konu og þrjú börn. 

Jackson varð meist­ari með Seattle árið 2014. Kom hann inn á í fjórða leik­hluta í stað Rus­sells Wil­sons og lék síðustu mín­út­urn­ar í 43:8-stór­sigri á Den­ver Broncos í Of­ur­skál­ar­leikn­um. 

Start a Conversation

Your email address will not be published. Required fields are marked *