NFL-stjarna sökuð um að ráða leigu­morðingja

Chris John­son, sem á sín­um tíma var einn besti hlaup­ar­inn í NFL-deild­inni í ruðningi, er sakaður um að hafa greitt leigu­morðingja fyr­ir að skjóta tvo menn til bana árið 2016. TMZ í Banda­ríkj­un­um grein­ir frá. Ekki er búið að ákæra John­son en málið er í rann­sókn.

Í mars 2015 var John­son í farþega­sæti í jeppa­bif­reið í Or­lando í Flórída þegar tveir menn hófu skotárás á bif­reiðina. Eitt skotið hæfði hægri öxl John­sons en ökumaður­inn, góður vin­ur hans, var skot­inn í höfuðið og lést.

Að sögn TMZ vildi John­son hefna fyr­ir árás­ina með því að láta drepa árás­ar­menn­ina. Var ann­ar þeirra skot­inn til bana í Or­lando í janú­ar 2016 og hinn í júní sama ár og í sömu borg. 

John­son, sem er 34 ára, lék síðast í NFL-deild­inni árið 2017. Var hann val­inn í 1. um­ferð nýliðavals­ins árið 2008 af Tenn­essee Tit­ans. Lék hann með Tenn­essee-liðinu í sex ár, áður en hann fór til New York Jets og lauk síðan ferl­in­um hjá Arizona Car­dinals.

Start a Conversation

Your email address will not be published. Required fields are marked *