Kans­as City meist­ari eft­ir magnaðan enda­sprett

Kans­as City Chi­efs vann sinn fyrsta meist­ara­titil í NFL-ruðnings­deild­inni í nótt með því að sigra San Francisco 49ers 31:20 í Of­ur­skál­ar­leikn­um í Miami eft­ir frá­bær­an enda­sprett en staðan var 10:10 í hálfleik og 49ers var komið í 20:10 þegar langt var liðið á leik­inn.

Lyk­ill­inn að úr­slit­un­um í þess­um leik var að Pat­rick Mahomes leik­stjórn­andi Chi­efs neitaði að gef­ast upp þótt í harðbakk­ann hefði slegið. Hann hélt áfram að reyna að finna leið gegn sterkri vörn San Francisco og í lok­in fann hann leið til að koma liði sínu í enda­markið hjá and­stæðingn­um. 

„Við gáf­umst aldrei upp og það gaf okk­ur tæki­færi í lok­in í leikn­um,“ sagði Mahomes á blaðamanna­fundi eft­ir leik­inn. „Við höfðum trölla­trú á hver öðrum og það var hlut­ur sem þjálf­ar­arn­ir höfðu lagt áherslu á allt keppn­is­tíma­bilið. Ég gerði nokk­ur slæm mis­tök í leikn­um, en sam­herj­ar mín­ir studdu vel við mig og gáfu mér sjálfs­traustið í lok­in á leikn­um til að klára hann.“

Mahomes var kos­inn maður leiks­ins og hann er yngsti leik­stjórn­andi sig­urliðs í sögu Of­ur­skál­ar­leiks­ins.

Start a Conversation

Your email address will not be published. Required fields are marked *