Leik­stjórn­and­inn læt­ur gott heita

Eli Mann­ing, leik­stjórn­andi New York Gi­ants í banda­rísku NFL-deild­inni í ruðningi, hef­ur ákveðið að leggja skóna á hill­una en það eru fjöl­miðlar vest­an­hafs sem greina frá þessu. Sam­kvæmt fjöl­miðlum í Banda­ríkj­un­um mun Mann­ing til­kynna um ákvörðun sína á morg­un en fjöl­miðlar hafa nú þegar fengið til­kynn­ingu þess efn­is að Mann­ing sé að hætta eft­ir sex­tán ára fer­il.

Mann­ing hef­ur all­an sinn fer­il leikið með New York Gi­ants en hann varð 39 ára gam­all 3. janú­ar. Mann­ing hef­ur tví­veg­is orðið NFL-meist­ari, árin 2008 og 2012. Í báðum of­ur­skál­ar­leikj­un­um lagði New York Gi­ants lið New Eng­land Pat­riots að velli en Mann­ing var kos­inn besti leikmaður of­ur­skál­ar­leikj­anna í bæði skipt­in.

Mann­ing var ekki í stóru hlut­verki hjá Gi­ants á þess­ari leiktíð en hann missti sæti sitt í liðinu til nýliðans Daniel Jo­nes. Jo­nes er 22 ára gam­all og var að klára sitt fyrsta tíma­bil með liðinu þar sem hann stóð sig vel. Það var því fátt sem benti til þess að Mann­ing væri að fara spila mikið á næstu leiktíð og hann ákvað því að kalla þetta gott.

Start a Conversation

Your email address will not be published. Required fields are marked *