51 árs bið senn á enda?

Kans­an City Chi­efs er það lið sem þykir lík­leg­ast til þess að fara með sig­ur af hólmi í Of­ur­skála­leikn­um sam­kvæmt veðbönk­um í banda­rísku NFL-deild­inni í ruðningi. Í kvöld fara fram úr­slita­leik­ir í Am­er­íku­deild­inni og Þjóðardeild­inni og þá kem­ur í ljós hvaða tvö lið mæt­ast í Of­ur­skál­ar­leikn­um fræga.

New Eng­land Pat­riots, ríkj­andi meist­ar­ar, féllu úr leik á „Wild Card“ helg­inni svo­kölluðu en þar mættu Pat­riots liðinu með sjötta besta ár­ang­ur­inn í Am­er­íku­deild­inni, Tenn­esse Tit­ans, og töpuðu nokkuð óvænt. Leik­stjórn­and­inn Tom Bra­dy fær því ekki tæki­færi til þess að  verja titil­inn en hann hef­ur níu sinn­um kom­ist í Of­ur­skál­ar­leik­inn, oft­ar en nokk­ur ann­ar.

Í úr­slit­um Am­er­íku­deild­ar­inn­ar mæt­ast Kans­an City Chi­efs og Tenn­esse Tit­ans. Chi­efs unnu 14 leiki á tíma­bil­inu og töpuðu ein­ung­is fjór­um á meðan Tit­ans unnu 9 leiki og töpuðu sjö. Chi­efs enduðu í öðru sæti Am­er­íku­deild­ar­inn­ar á meðan Tit­ans enduðu í því sjötta og því Chi­efs lík­legri sig­ur­veg­ar­ar í Am­er­íku­deild­inni.

Í Þjóðardeild­inni mæt­ast Green Bay Packers og San Franscisco 49ers. Packers unnu 13 leiki og töpuðu aðeins þrem­ur, líkt og 49ers. 49ers enduðu í efsta sæti deild­ar­inn­ar og Packers í því öðru og því mæt­ast bestu lið deild­ar­inn­ar í Þjóðardeild­inni. Flest­ir spá því að 49ers fari með sig­ur af hólmi en það má aldrei af­skrifa Aaron Rod­gers, leik­stjórn­anda Packers.

Of­ur­skál­ar­leik­ur­inn fer svo fram þann 2. fe­brú­ar næst­kom­andi á heima­velli Miami Dolp­hins í Flórída. Af þeim liðum sem eft­ir eru í úr­slita­keppn­inni hef­ur 49ers oft­ast orðið meist­ari eða fimm sinn­um. Packers hafa orðið meist­ar­ar fjór­um sinn­um. Chi­efs hafa einu sinni fagnað sigri en Tit­ans hafa aldrei orðið meist­ara.

Öll liðin hafa hins veg­ar kom­ist í Of­ur­skál­ar­leik­inn. 49ers léku síðast til úr­slita árið 2013 og urðu meist­ara.  Packers urðu síðast meist­ar­ar árið 2011 þegar liðið komst síðast í Of­ur­skál­ar­leik­inn en þá lagði liðið Pitts­burgh Steelers í úr­slit­um.  Tit­ans hafa aðeins einu sinni kom­ist í Of­ur­skál­ar­leik­inn en það var árið 2000 þegar liðið tapaði 23:16 fyr­ir St. Lou­is Rams. Kans­as City urðu meist­ar­ar í fyrsta og eina skiptið árið 1969 og biðin því orðin ansi löng hjá lík­leg­um sig­ur­veg­ur­um í ár.

Aaron Rodgers er einn af bestu leikstjórnendum í sögu deildarinnar …

Aaron Rod­gers er einn af bestu leik­stjórn­end­um í sögu deild­ar­inn­ar og því aldrei hægt að af­skrifa lið Green Bay Packers í bar­átt­unni um meist­ara­titil­inn. AFP

Start a Conversation

Your email address will not be published. Required fields are marked *