Bra­dy gæti spilað fyr­ir annað lið

Tom Bra­dy, sig­ur­sæl­asti leik­stjórn­and­inn í am­er­ísk­um ruðningi frá upp­hafi, seg­ir mjög ólík­legt að hann sé hætt­ur, þrátt fyr­ir að vera orðinn 42 ára. Bra­dy verður samn­ings­laus eft­ir leiktíðina, en hann hef­ur verið leikmaður Pat­riots síðustu 20 árin.

Bra­dy var hins veg­ar óljós í svör­um er hann var spurður út í framtíð sína hjá Pat­riots. „Ég elska að spila ruðning og ég elska að spila fyr­ir þetta lið og hef gert það síðustu tvo ára­tug­ina en ég veit ekki hvað ger­ist í framtíðinni,“ sagði Bra­dy við banda­ríska fjöl­miðla eft­ir tap gegn Tenn­essee Tit­ans í úr­slita­keppn­inni aðfaranótt sunnudagsins .

Bra­dy hef­ur ekki fallið úr leik jafn snemma í NFL-deild­inni síðan árið 2010. „Auðvitað fækk­ar tæki­fær­un­um með hverju ár­inu. Það á ekki bara við um mig,“ sagði Bra­dy, sem sagði á dög­un­um að hann væri til­bú­inn að spila þar til hann yrði 45 ára.

Start a Conversation

Your email address will not be published. Required fields are marked *