Ein­herj­ar unnu Þjóðverj­ana sann­fær­andi

Á síðastliðinn sunnudag fór fram í Akra­nes­höll­inni þrett­ándi milli­landa­leik­ur ruðningsliðs Ein­herja. And­stæðing­ur­inn var Pforzheim Wild­dogs sem spil­ar í 3. deild Þýska­lands (af 6 deild­um).

Ein­herj­ar unnu nokkuð þægi­leg­an sig­ur 38:20. Bergþór Phillipp Páls­son kastaði fyr­ir þrem­ur snerti­mörk­um og Ingi Þór Kristjáns­son hljóp inn tvö til viðbót­ar. 

Í þrett­án leikj­um gegn er­lend­um liðum hafa Ein­hverj­ar unnið átta leiki og tapað fimm. 

Næsti leik­ur Ein­herja verður sér­stak­lega spenn­andi þar sem þeir taka á móti Salzburg Ducks þann 30. nóv­em­ber, en liðið er eitt það besta í Aust­ur­ríki.

Leik­ur­inn verður í Kórn­um og fim­leika­fé­lagið Gerpla verður með magnaða hálfleiks­sýn­ingu. Miðasala er haf­in á Tix.is. 

Hér að neðan má sjá svip­mynd­ir úr leikn­um í gær. 

Heimild mbl.is

Start a Conversation

Your email address will not be published. Required fields are marked *