49ers halda áfram að koma á óvart

San Francisco 49ers er áfram ósigrað í banda­rísku NFL-deild­inni eft­ir góðan útisig­ur gegn Washingt­on Redskins í gær. Leikn­um lauk með 9:0-sigri 49ers en öll stig 49ers komu eft­ir vall­ar­mörk.

Það var því nóg að gera hjá Robbie Gould, spark­ara 49ers, sem skoraði af 28, 23 og 29 stikna (e. yard) færi í gær. 49ers eru með 6:0, sex sigra og núll töp, eft­ir fyrstu sex leiki sína en aðeins NFL-meist­ar­ar New Eng­land Pat­riots geta státað af sama ár­angri.

Þá átti Aaron Rod­gers stór­leik fyr­ir Green Bay Packers sem vann 42:24-sig­ur gegn Oak­land Rai­ders í Green Bay. Rod­gers kastaði fyr­ir fimm snerti­mörk­um og þá kastaði hann bolt­an­um 429 stik­ur í leikn­um. Green Bay er á miklu skriði en liðið hef­ur unnið sex leiki og tapað ein­um.

Seattle Sea­hawks töpuðu sín­um öðrum leik á tíma­bil­inu þegar liðið fékk Baltimore Ravens í heim­sókn. Sea­hawks náðu aldrei nein­um takti í sinn leik á meðan Ravens spiluðu mjög vel á erfiðum úti­velli. Bæði lið hafa unnnið fimm leiki á tíma­bil­inu og tapað tveim­ur.

Tom Bra­dy og liðsfé­lag­ar hans í New Eng­land Pat­riots heim­sækja New York Jets í kvöld en Jets hef­ur aðeins unnið einn leik á tíma­bil­inu til þessa og tapað fjór­um. Pat­riots geta því farið í 7:0 með sigri í kvöld sem verður að telj­ast ansi lík­legt.

Start a Conversation

Your email address will not be published. Required fields are marked *