Eldur kviknaði á leik Colts og Titans

NFL hefur sett tímabundið bann á notkun á flugeldum eftir að eldur kviknaði á Nissann vellinum á síðasta sunnudag á leik Colts og Titans.

Samkvæmt heimildum ætlar deildin að taka sér tíma meðan rannsakað er hvað gerðist á síðasta sunnudag en það felur í sér að allir eldar og flugeldar verða bannaðir við vellina en það bann mun gilda þangað til að niðurstaða hefur fengist úr rannsókninni.

En lið munu en þá geta notað flugelda á svæðum fyrir utan vellina eða eins og að skjóta upp flugeldum af þaki leikvanga eins og gert er á heimaleikjum hjá Minnesota Vikings.

Áður en að leikurinn hófst á þá notaði lið Títans ( Eldvörpu Box ) sem blæs út eld og hlaupa leikmenn í gegnum það út á völlinn en það sem gerðist er að eitt boxið datt á hliðina og kveigti í grasinu.

Starfsmenn voru fljótir að slokka eldinn en frekar ljótur stór svartur blettur varð eftir allt en sem betur fer meiddist enginn.

Vegna þessa atviks verða lið að finna nýja leið til að kynna lið sín á vellina.

( hugmynd ) ekki kveikja í liðinu væri góð kynning. 🙂

Start a Conversation

Your email address will not be published. Required fields are marked *