Brown fer ekki fyrir dóm vegna nauðgunarmáls

Útherjinn Antonio Brown þarf ekki að mæta fyrir dómstóla vegna ásakana um nauðgun. Samkvæmt yfirvöldum vestanhafs er ákærutíminn vegna málsins liðinn.

Britney Taylor kærði Brown á dögunum fyrir kynferðisbrot sem á að hafa farið fram í júní 2017.

Í tilkynningu frá lögreglunni í Pittsburgh eru tímatakmörk á því að ákæra vegna þessa brots (e. statute of limitations) og hefur tíminn liðið.

NFL deildin hóf sína eigin rannsókn á málinu og tók meðal annars viðtal við Taylor, en á enn eftir að tala við Brown.

Samkvæmt frétt ESPN á Taylor að hafa verið boðið 2 milljónir bandaríkjadollara til sátta í máliu áður en Taylor lagði fram kæruna, en hún hafnaði því sáttaboði.

Start a Conversation

Your email address will not be published. Required fields are marked *