Bra­dy gerði tveggja ára samn­ing

Ekki er út­lit fyr­ir að goðsögn­in og NFL-meist­ar­inn Tom Bra­dy muni láta gott heita á næst­unni þótt orðinn sé 42 ára gam­all. Bra­dy hef­ur í það minnsta gert nýj­an tveggja ára samn­ing við New Eng­land Pat­riots.

Bra­dy hef­ur raun­ar haldið því fram um nokk­urt skeið að hann gæti leikið í NFL-deild­inni þar til hann verður 45 ára gam­all eða svo. For­ráðamenn New Eng­land eru greini­lega sam­mála þessu mati en talið er að þeir greiði kemp­unni um 70 millj­ón­ir doll­ara fyr­ir næstu tvö keppn­is­tíma­bil.

Bra­dy hef­ur svo sem unnið fyr­ir því að hon­um sé sýnt traust. Sex sinn­um hef­ur hann orðið meist­ari sem leik­stjórn­andi New Eng­land, nú síðast á þessu ári, þegar hann lék af miklu ör­yggi í úr­slita­keppn­inni. Auk þess var það ann­ar sig­ur New Eng­land í NFL á þrem­ur árum.

Viðræður á milli fé­lags­ins og leik­manns­ins hafa staðið yfir í nokk­urn tíma og nú er sam­komu­lagið í höfn.

Start a Conversation

Your email address will not be published. Required fields are marked *