Mætti til æfinga í brynvörðum bíl

Leikmennirnir í ameríska fótboltanum eru að mæta til æfinga þessa daganna og það styttist óðum í NFL-tímabilið sem hefst í byrjun september.

Sumar af athyglissjúkum stjörnum deildarinnar leita oft nýrra leiða til að fá athygli fjölmiðla þegar þeir mæta aftur til æfinga og varnarmaðurinn Jalen Ramsey vildi tilheyra þeim hópi.

Jalen Ramsey mætti til æfinga hjá liði Jacksonville Jaguars í brynvörðum bíl eins og sjá má hér fyrir neðan.

Jalen Ramsey

Jalen Ramsey er 24 ára gamall og að fara að byrja sitt fjórða tímabil með liði Jacksonville Jaguars.

Fyrir ári síðan var hann mikið í fjölmiðlum eftir að hafa gagnrýnt marga af leikstjórnendum NFL-deildarinnar eins og þá Joe Flacco, Josh Allen, Jimmy Garoppolo, Eli Manning og Ben Roethlisberger svo einhverjir séu nefndir.

Nú mætti vakti hann athygli á eigin kostum með því að mæta á brynvörðum bíl og fékk líka félaga sinn kynna sig inn með gjallarhorni. Þar var hann sagður svo góður að hann ætti skilið bæði eigið farsímanet og eigið fangelsi, Jalen Towers. Það síðastnefnda því hann dekkar útherja mótherjanna svo vel að það sé eins og þeir hafi verið settir í fangelsi.

Að þessu sinni vildi Jalen Ramsey líka senda forráðamönnum Jacksonville Jaguars skilaboð um að hann vilji fá stóran samning. Jaguars borgar honum 3,6 milljónir dollara fyrir þetta tímabil og svo 13,7 milljónir dollara fyrir það næsta. Hann er ekki laus fyrr en sumarið 2021.

Jalen Ramsey vill fá nýjan samning og það helst áður en sá gamli rennur út. Þess vegna mátti sjá peningapoka í brynvarða bílnum.

Start a Conversation

Your email address will not be published. Required fields are marked *