Skjáskot úr auglýsingu

Bjórframleiðendur í hár saman vegna Super Bowl auglýsinga

Bjórframleiðendur í hár saman vegna Super Bowl auglýsingaBandaríski bjórframleiðandinn MillerCoors hefur stefnt belgíska bjórframleiðandanum Anheuser-Busch InBev vegna Super Bowl auglýsinga síðarnefnda framleiðandans. MillerCoors vill að auglýsingin verði bönnuð og að Anheuser birti leiðréttingu.

Í auglýsingunum sem málið snýst um er Bud Light bjórinn sem framleiddur er af Anheuser auglýstur en helsti keppinautur þeirrar bjórtegundar er einmitt bjórarnir Coors Light og Miller Lite, sem framleiddir eru af MillerCoors.

Í auglýsingunum er sú staðreynd dregin fram að sætuefni Bud Lite sé hrísgrjon en ekki hið umdeilda sætuefni kornsýróp. Þar má meðal annars sjá Bud Light kónginn og kóna hans velta því fyrir sér hvað þeir eigi að gera við tunnu af kornsýrópi sem send var fyrir mistök til þeirra.

Rúlla þeir tunnunni að Miller Lite kastalanum til þess að sjá hvort að tunnan eigi heima þar en þar uppgötva þeir að þar er nóg af tunnum af kornsýrópi. Að lokum finna þeir Coors Light kastalann og þar á tunnan heima.

Í stefnunni MillerCors segir að Anheuser hafi með auglýsingunum ætlað sér að hræða viðskiptavini til þess að skipta úr Miller Lite og Coors Light yfir í Bud Light. Þá segist fyrirtækið að það noti aðeins venjulegt kornsýróp en ekki það sem innihaldi mikinn ávaxtasykur (frúktósa), annað en Anheuser sem MillerCoors sgeir að keppinauturinn noti í drykki á borð við Rita’s Berry-A-Rita.

Fer MillerCoors fram á það að Anheuser birti auglýsingar þar sem hinar fyrri auglýsingar séu leiðréttar, auk þess sem það krefst skaðabóta. Anheuser segist hins vegar standa við auglýsingarnar.

Heimild/visir.is

Start a Conversation

Your email address will not be published. Required fields are marked *