New England fer áttunda skipti í röð í úrslitaleik AFC ( 28-41 )

Fyrri leikur dagsins í úrslitakeppni NFL-deildarinnar var sögulegt einvígi milli liða Philip Rivers og Tom Brady.

New England Patriots tok á móti Los Angeles Chargers klukkan 18.05 og og má segja að um frábæra skemmtun hafi verið að ræða.

Philip Rivers hjá Los Angeles Chargers og Tom Brady hjá New England Patriots hafa báðir spilað mjög lengi í NFL-deildinni og báðir að skila frábærum tölum. Gengi liða þeirra hefur hinsvegar verið ólíkt.

Á meðan Tom Brady og félagar í Patriots hafa fimm sinnum unnið meistaratitilinn hafa Philip Rivers og félagar í Chargers-liðinu aldrei komist í úrslitaleikinn um titilinn.

Með því að mætast að þessu sinni þá setja þeir Philip Rivers og Tom Brady saman nýtt met í úrslitakeppni NFL-deildarinnar.

Samanlagður aldur þeirra félaga er 78 ár og 198 dagar og aldrei áður hafa byrjendaleikstjórendur náð því í viðureign í úrslitakeppni NFL.

Tom Brady er fæddur 3. ágúst 1977 og heldur því upp á 42 ára afmælið sitt rétt áður en næsta tímabil hefst. Brady kom inn í deildina árið 2000 og er á sínu nítjánda tímabili í deildinni.

Philip Rivers er fæddur 8. desember 1981 og er því nýorðinn 37 ára gamall. Rivers kom inn í deildini árið 2004 og er á sínu fimmtánda tímabili.

Besti árangur Philip Rivers í úrslitakeppninni var árið 2007 þegar þá San Diego Chargers tapaði 12-21 í úrslitaleik Amneríkudeildarinnar á móti einmitt Tom Brady og félögum í New England Patriots.

Leikur kappanna var hin frábærasta skemmtun og byrjaði Brady frábærlega með að skora snetrimark í fyrsto sókn nliðsins sem tok ekki nema 7.11 mín og 75 yarda.4 en í fyrsta leikhluta skoraði new england 3 snertimörk meðan Chargers skoruðu bara 1 snetrimark.

Leikurinn endaði með sigri New England og er þetta í áttunda skipi í röð sem Brady og félagar fara  íúrslitaleik deildarinnar.

Loka staða 28 – 41

Nánari umfjöllun um leikina koma á morgun

 

Start a Conversation

Your email address will not be published. Required fields are marked *