Lagði skóna á hilluna í hálfleik

Eitt það ótrúlegasta sem hefur sést í íþróttum í háa herrans tíð átti sér stað í leik Buffalo Bills og LA Chargers í NFL-deildinni í gær. Hinn reyndi bakvörður Buffalo, Vontae Davis, lagði þá skóna á hilluna í hálfleik. Já, hann hætti bara í miðjum leik.

Davis var í byrjunarliði Bills í leiknum en segist síðan hafa ákveðið að vera heiðarlegur við sjálfan sig. Hann fór svo til þjálfarans og sagðist vera hættur.

Félagar hans skildu ekkert í þessari hegðun og sumir létu hann heyra það eftir leik. Það var svo ekki löngu eftir leik að yfirlýsing kom frá Davis þar sem hann lýsti því yfir að skórnir væru farnir upp í hillu. Hann segist ekki hafa ætlað að móðga félaga sína með þessari hegðun.


Davis segir í yfirlýsingunni að hann hafi eðlilega ekki séð endalokin svona fyrir sér. Út á vellinum í gær rann upp fyrir honum ljós að þetta væri búið.

Hann segir líkamann ekki lengur geta tekið við hörkunni í deildinni og því sé hann hættur. Honum leið ekki vel á vellinum, fann að þetta var búið.

www.visir.is

Start a Conversation

Your email address will not be published. Required fields are marked *