Trump vill setja leik­menn sem krjúpa í bann

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti vill að leik­menn sem krjúpa, þegar banda­ríski þjóðsöng­ur­inn er spilaður fyr­ir leiki í NFL-deild­inni, verði dæmd­ir í bann. Marg­ir leik­menn deild­ar­inn­ar tóku hné þegar þjóðsöng­ur­inn var spilaður á síðustu leiktíð til þess að sýna sam­stöðu með svörtu og lituðu fólki í Banda­ríkj­un­um.

Í vor var greint frá því að leik­menn sem krjúpa, þegar þjóðsöng­ur­inn er spilaður, muni fá fjár­sekt en Trump vill ganga ennþá lengra. „Er það ekki í samn­ing­um leik­manna að þeir verði að standa og vera með hægri hönd á brjós­k­assa sín­um þegar þjóðsöng­ur­inn er spilaður?” sagði Trump á Twitter.

„Ef þú krýp­ur þá færðu eins leiks bann, ef þú ger­ir það aft­ur þá ferðu í bann út tíma­bilið og færð ekki greitt held­ur,” sagði for­set­inn svo að lok­um en leiktíðin í NFL-deild­inni er afar stutt og er spilað á fjór­um mánuðum, allt í allt, með úr­slita­keppni deild­ar­inn­ar.

Start a Conversation

Your email address will not be published. Required fields are marked *