Ljós­mynd/​Ein­herj­ar

Ein­herj­ar fá heim­sókn frá Aust­ur­ríki

Þann 10. fe­brú­ar næst­kom­andi munu Ein­herj­ar, eina ís­lenska ruðningsliðið, (am­er­ísk­ur fót­bolti) mæta aust­ur­ríska liðinu Car­int­hean Li­ons í Eg­ils­höll­inni. Ljón­in leika í næ­stefstu­deild í Aust­ur­ríki.

Þetta er sjötti leik­ur Ein­herja sem hafa unnið fimm leiki og tapað tveim­ur til þessa. All­ir leik­irn­ir hafa farið fram í Eg­ils­höll og fé­lög frá Nor­egi, Þýskalandi, Englandi og Spáni hafa heim­sótt Ísland til að leika við liðið. 

„Við erum í stans­lausri bar­áttu við að sanna okk­ur í Evr­ópu og fá aðgengi í Evr­ópu­deild. Við vilj­um hætta að spila vináttu­leiki og spila í al­vöru deild. Vel­gengni okk­ar hef­ur vakið mikla at­hygli í Evr­ópu,” seg­ir Bergþór Páls­son, leikmaður Ein­herja um leik­inn.

„Nú er stefn­an að spila á móti sterk­ari liðum og við höf­um ráðið til starfa Mark Reeve frá Texas. Hann hef­ur þjálfað í mennta­skól­um í Banda­ríkj­un­um og verið aðstoðarþjálf­ari í stór­um há­skól­um. Við verðum að vinna þenn­an leik og halda áfram að vinna til að kom­ast inn í Evr­ópu­deild,” bætti hann við, en frítt er á leik­inn

Ljós­mynd/​Ein­herj­ar.

Start a Conversation

Your email address will not be published. Required fields are marked *