Jaguars vs. Patriots: AFC úslitaleikur ( SPÁ DAGSINS )

Nú líður senn að fyrsta úrslitaleik dagsins í NFL og kemur í ljós hvaða lið verður það fyrsta til að tryggja sér réttinn að spila í super bowl 52.

Fyrsti leikurinn er Jaguars vs. Patriots í AFC og segja má að þessi leikur sé með þeim stærstu en Patriots eru fimm faldir super bowl meistarar með hinn frábæra leikstjórnanda Tom Brady og ekki má gleyma Ammandola, Eddelman,Gronck og þjálfarinn magnaði Bill Belichick.

Mikið hefur verið skrifað í fjölmiðlum vestanhafs um hugsanleg meiðsli sem eiga að vera angra Brady en ekkert hefur fengist uppgefið í sambandi við það í vikunni og kom ekkert annað fram nema að Brady væri skráður á meiðsla lista.

En í gær kom það loksins út hvað hafði gerst, en á æfingu liðsins hafði hann rekist í samherja með þeim afleiðingum að stór skurður kom á þumalputta og þurfti víst að sauma nokkur spor og æfði Brady með hanska sem gerði það að verkum að veðbankar lækkuðu líkur liðsins á að vinna í kvöld úr 9 niður í 7.5 og hafa nokkrir sérfræðingar hjá NFL verið að spá Jaguars sigri í leiknum í kvöld.

En sá sem þetta skrifar er ekki á sama máli og finnst ólíklegt að Brady láti svona meiðsli trufla sig fyrir stórleikinn í kvöld. Að vanmeta Brady, sem enn er hungraður og lætur ekkert mótlæti stöðva sig væri jafn furðulegt og að Man.Utd og Arsenal yrðu vinir. Enda gæti þetta verið með þeim síðustu tækifærum sem hann á til að vinna hring númer 6 á sínum ferli enda karlinn orðinn 40tugur.
En einhversstaðar segir : Allt er fertugum fært !.. svo við skulum bíða og sjá .

Einnig hafa þær fréttir verið að berast úr herbúðum liðsins að það andi köldu milli eiganda liðsins og þjálfarans Bill Belichick eftir að Grappalo var seldur í vetur og gæti þetta verið síðasta tímabil þjálfarans hjá patriots.

En þá að Jaguars, þeir hafa verið að spila frábærlega á þessu tímabili. Vörnin hjá þeim hefur verið algjör klettur og eru þeir snillingar í að fella vasann í kringum leikstjórnanda mótherjans og ekki annað hægt en að segja að liðið sé á toppnum í dag. En það búast við að hungrið muni brjótast fram sem þrumuveður í augum hvers leikmanns liðsins í kvöld.

Þá er það spáin frá Ritsjóra.

Eins heimskulegt og það mundi vera að vanmeta hina frábæru vörn Jaguars sem rústa vasanum hjá motherja sínum þá væri það svakaleg skammsýni að horfa fram hjá bestu head coach-quarterback-tight end þrennunni í sögu NFL sem er líka með heitasta Running Back í deildinni í siðastliðnum mánuði.

Aðalsmerki New England undir sjórn Belichick er að gera floknar áætlanir sem hannaðar eru til þess að nýta sér styrkleika mótherjans.

Núna í kvöld þegar ljósin kvikna og leikmenn mæta á völinn skulum við ekki vanmeta Patriots og alls ekki vanmeta blákaldan sannleikan að Brady er meðal bestu leikstjórnenda fyrr og síðar.

Spá min er 

Patriots 27, Jaguars 16

Spá aðstoðarritstjóra.

Spá mín er sú að hérna mætast tveir fulllestaðir vörubílar á fleygi ferð og útkoman fer eftir því hvernig styrkur grindarinnar í þeim er. Hérna erum við að tala um reynsluna hjá Patriots í super bowl á móti „spútnik“ liðinu Jaguars.
Jaguars með vörn sem hefur lítið út eins og Látrabjarg sem mótherjarnir hafa reynt að komast í gegnum með misjöfnum árangri. En hvort það dugar í kvöld á móti svakalega teknísku liði Patritos er erfitt að segja því það nægir ekki að hafa góða vörn, þú þarft að hafa sókn til þess að skora líka.
En samt sem áður er mín spá sú að það gerist eitthvað ótrúlegt í kvöld og Jaguars nái sigri með herkjum, þótt Brady hafi lagt sig allan fram við að stjórna sínu liði til sigurs þá varð eitthvað undan að láta.

Patriots 21 vs Jaguars 26

Start a Conversation

Your email address will not be published. Required fields are marked *