Leikið um helgina í DIVISIONAL ROUND

Í kvöld hefst DIVISIONAL ROUND í NFL ef eftir þessa helgi verður komið í ljós hvaða 4 lið keppa um sæti í Super Bowl sem fram fer Sunnudagskvöldið 4. febrúar.

Bandaríkja menn líta á þessa helgi sem stærstu helgina fyrir utan úrslitaleikinn sjálfan í NFl og má búast við að margir verði límdir við skjáinn bæði í bandaríkjunum og um heim allan og hvað þá hér á íslandi.

Fyrsti leikur kvöldsins hefst kl 21:30 en þá mætast í NFC DivisionalPhiladelphia Eagles vs Atlanta Falcons en Falcons spiluðu á móti NE patriots í super Bowl í fyrra en þar varð magnaðasta endurkoma síðari tíma þegar Tom Brady komst í gang í lok þriðja leikhluta og náði þar sínum fimmta Super bowl sigri en falcons hafa verið að sleikja sárinn í vetur og spurning er hvað gerist í kvöld.

Seinni leikurinn hefst kl 01:15 en þá mætast núverandi Super Bowl meistarar í  AFC DivisionalNew England Patriots vs Tennessee Titans en patriots hafa verið á góðu skriði undanfarið og segja fræðingar að þetta ætti að verða auðveldur leikur fyrir brady og félaga í patriots en ekki nema 1 af hverjum 10 spá því að Titans muni gera eitthvað í þessum leik og sigra þannig að þetta ætti að vera auðvelt en allt getur gerst í þessu sporti.

Það er bara um að gera að horfa á þetta í kvöld en leikirnir eru sýndir á stöð2 sport og fyrir þá sem ekki eru með aðgang af stod2 sport þá verða leikirnir sendir út hér á NFLsport gegnum streimisveitu erlendis…

 

Start a Conversation

Your email address will not be published. Required fields are marked *