Bills sendi Bengals fullan bíl af kjúklingavængjum

Forráðamenn Buffalo Bills stóðu við stóru orðin í dag er þeir sendu 1.440 kjúklingavængi yfir til Cincinnati.

Bills komst um síðustu helgi í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í fyrsta sinn síðan 1999. Til þess að komast þangað þurfti Buffalo að vinna sinn leik og treysta á aðstoð frá Cincinnati Bengals gegn Baltimore Ravens.

Sú aðstoð kom á lokasekúndunum frá Bengals sem vann leikinn á dramatískan hátt og skaut Bills um leið í úrslitakeppnina. Gleðin í Buffalo var ósvikin.

Bills hafði lofað því að gefa Bengals kjúklingavængi ef liðið myndi leggja Baltimore. Að sjálfsögðu var staðið við það.

Ekki bara fóru 1.440 vængir til Cincinnati heldur líka mörg kíló af sósum, sellerí og gulrótum. Það verður því veisla í Cincinnati er vængirnir skila sér.

Úrslitakeppni NFL-deildarinnar hefst annað kvöld.

Start a Conversation

Your email address will not be published. Required fields are marked *