Fengu tveggja leikja bann fyrir slagsmálin

NFL-deildin dæmdi Aqib Talib, leikmann Denver, og Michael Crabtree, leikmann Oakland, í tveggja leikja bann fyrir slagsmálin á sunnudag.

Annað árið í röð lenti þeim saman og að þessu sinni með mun alvarlegri afleiðingum þar sem höggin fengu að dynja á mönnum og fleiri tóku þátt í látunum.

Báðir voru þeir sendir í sturtu fyrir slagsmálin og annar leikmaður Oakland fékk líka sturtuferð fyrir að stjaka við dómara.

Það er ekki algengt að leikmenn í NFL-deildinni fái bönn fyrir eitthvað sem gerist inn á vellinum og þetta er með harðari refsingum sem deildin hefur beitt.

Bæði lið eru ósátt við þennan úrskurð og sérstaklega í ljósi þess að ekkert var aðhafst vegna slagsmála sem urðu í leik fyrir fjórum vikum síðan.

Start a Conversation

Your email address will not be published. Required fields are marked *