Hrútarnir stöðvuðu sigurgöngu Dýrlinganna

Átta leikja sigurganga New Orleans Saints endaði í Los Angeles í gær er liðið tapaði gegn sterku liði LA Rams.

Rams-liðið hafði tapað vikunni áður og margir biðu spenntir eftir að sjá hvernig liðið myndi bregðast við. Svarið var fullkomlega því liðið var frábært og New Orleans átti í raun aldrei möguleika.

Philadelphia Eagles er enn með besta árangur deildarinnar en liðið er 10-1 eftir að hafa pakkað Chicago saman í gær.

Það var mikil dramatík í næturleiknum á milli Pittsburgh og Green Bay þar sem Steelers tryggði sér sigurinn með vallarmarki í lokin. Antonio Brown átti enn einn stórleikinn fyrir Steelers með hátt í 200 jarda og tvö snertimörk.

Úrslit:

Pittsburgh-Green Bay 31-28
Atlanta-Tampa Bay 34-20
Cincinnati-Cleveland 30-16
Indianapolis-Tennessee 16-20
Kansas City-Buffalo 10-16
New England-Miami 35-17
NY Jets-Carolina 27-35
Philadelphia-Chicago 31-3
San Francisco-Seattle 13-24
LA Rams-New Orleans 26-20
Arizona-Jacksonville 27-24
Denver-Oakland 14-21

Staðan í NFL-deildinni.

visir.is

Start a Conversation

Your email address will not be published. Required fields are marked *