Category: NFL fréttir isl

Ein­herj­ar unnu Þjóðverj­ana sann­fær­andi

Á síðastliðinn sunnudag fór fram í Akra­nes­höll­inni þrett­ándi milli­landa­leik­ur ruðningsliðs Ein­herja. And­stæðing­ur­inn var Pforzheim Wild­dogs sem spil­ar í 3. deild Þýska­lands (af 6 deild­um).

Ein­herj­ar unnu nokkuð þægi­leg­an sig­ur 38:20. Bergþór Phillipp Páls­son kastaði fyr­ir þrem­ur snerti­mörk­um og Ingi Þór Kristjáns­son hljóp inn tvö til viðbót­ar. 

Lesa meira

Ein­herj­ar með stór­sig­ur á þýsk­um gest­um

Íslenska ruðningsliðið Ein­herj­ar vann stór­sig­ur, 50-0, á þýska liðinu Köln Falcons í Kórn­um á gær­kvöldi. 50-0 sig­ur í ruðningi, am­er­ísk­um fót­bolta, er á við 5-0-sig­ur í fót­bolta.

Bergþór Páls­son, leik­stjórn­andi (e. quart­er­back) Ein­herja, er hæst­ánægður með ár­ang­ur­inn. Sig­ur­inn er fimmti sig­ur liðsins á alþjóðavett­vangi. „Við erum klár­lega á réttri leið. Við erum að reyna að sanna okk­ur til að kom­ast inn í milli­ríkja­deild­ir í Evr­ópu og það geng­ur bara vel,“ seg­ir Bergþór.

„Leik­ur­inn gekk von­um fram­ar,“ seg­ir hann jafn­framt en keppi­naut­ur­inn frá Köln var að fara upp í aðra deild í ruðningi í Þýskalandi. Deild­in þar er sú sterk­asta í Evr­ópu. Bergþór viður­kenn­ir að það kunni að hafa spilað inn í að í þýska liðið vantaði nokkra lyk­il­menn. Continue reading “Ein­herj­ar með stór­sig­ur á þýsk­um gest­um”