Category: NFL fréttir

Eigandi Kúrekanna borgaði meira fyrir nýju snekkjuna en fyrir félagið

Jerry Jones, eigandi Dallas Cowboys, er einn sá litríkasti í NFL-deildinni og hann er mjög kátur þessa dagana enda gengur vel hjá hans liði.

Dallas Cowboys komst í úrslitakeppnina og vann þar sinn fyrsta leik. Liðið er eitt af átta liðum sem eru enn á lífi í baráttunni um sæti í Super Bowl 2019.

Komandi frá Texas, þar sem allt er sagt stærra en annarsstaðar, þá ákvað Jerry Jones að láta sérhanna fyrir sig nýja lystisnekkju.

Jones borgaði 250 milljónir dollara fyrir snekkjuna eða 29,8 milljarða íslenska króna. Hann nefndi hana síðan eftir eiginkonu sinni Gene (Eugenia).  Continue reading “Eigandi Kúrekanna borgaði meira fyrir nýju snekkjuna en fyrir félagið”

Öskubuskuævintýri Thielen ætlar engan enda að taka

Útherji Minnesota Vikings, Adam Thielen, setti glæsilegt met í NFL-deildinni í gær er hann var með yfir 100 gripna jarda áttunda leikinn í röð.

Engum leikmanni í sögu deildarinnar hefur tekist að byrja deildina á því að vera með yfir 100 jarda í átta leikjum í röð.

Í raun hefur það aðeins einu sinni verið gert en þó ekki í byrjun tímabils. Það var sjálfur Calvin Johnson, fyrrum leikmaður Detroit Lions, sem náði þeim einstaka árangri árið 2012. Continue reading “Öskubuskuævintýri Thielen ætlar engan enda að taka”

Lagði skóna á hilluna í hálfleik

Eitt það ótrúlegasta sem hefur sést í íþróttum í háa herrans tíð átti sér stað í leik Buffalo Bills og LA Chargers í NFL-deildinni í gær. Hinn reyndi bakvörður Buffalo, Vontae Davis, lagði þá skóna á hilluna í hálfleik. Já, hann hætti bara í miðjum leik.

Davis var í byrjunarliði Bills í leiknum en segist síðan hafa ákveðið að vera heiðarlegur við sjálfan sig. Hann fór svo til þjálfarans og sagðist vera hættur. Continue reading “Lagði skóna á hilluna í hálfleik”

Á leið í fangelsi en fékk eins árs samning í NFL-deildinni

Lífið í NFL-deildinni er oft á tíðum æði sérstakt eins og sést líklega best á því að maður sem er á leið í steininn var að skrifa undir samning við sterkt lið í deildinni.

Varnarmaðurinn Mychal Kendricks var rekinn frá Cleveland Browns í lok mánaðarins er hann játaði að hafa tekið þátt í innherjasvikum.

Hann á yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsisdóm en dómsuppkvaðning er aftur á móti ekki fyrr en 24. janúar. Í millitíðinni er honum frjálst að spila amerískan fótbolta. Continue reading “Á leið í fangelsi en fékk eins árs samning í NFL-deildinni”