Category: NFL fréttir

Eldur kviknaði á leik Colts og Titans

NFL hefur sett tímabundið bann á notkun á flugeldum eftir að eldur kviknaði á Nissann vellinum á síðasta sunnudag á leik Colts og Titans.

Samkvæmt heimildum ætlar deildin að taka sér tíma meðan rannsakað er hvað gerðist á síðasta sunnudag en það felur í sér að allir eldar og flugeldar verða bannaðir við vellina en það bann mun gilda þangað til að niðurstaða hefur fengist úr rannsókninni.

En lið munu en þá geta notað flugelda á svæðum fyrir utan vellina eða eins og að skjóta upp flugeldum af þaki leikvanga eins og gert er á heimaleikjum hjá Minnesota Vikings. Continue reading “Eldur kviknaði á leik Colts og Titans”

Hard Knocks á leiðinni í háskólafótboltann

Hard Knocks þættirnir hafa hingað til fjallað um NFL-lið á undirbúningstímabilinu eins og áhorfendur Stöðvar tvö Sport hafa fengið að sjá síðustu ár. Nú bætast við þættir af Hard Knocks.

Hard Knocks var fluga á vegg á undirbúningstímabili Oakland Raiders liðsins í haust og flestir héldu að þátturinn fær nú í ársfrí eins og síðustu ár. Það er hins vegar ekki svo. Continue reading “Hard Knocks á leiðinni í háskólafótboltann”

300 lögreglumenn og 300 öryggisverðir á fyrsta heimaleiknum

Buffalo Bills hefur byrjað NFL-tímabilið vel með tveimur útisigrum á nágrönnum sínum í fyrstu tveimur umferðunum. Nú er aftur á móti komið að fyrsta heimaleiknum um helgina og forráðamenn félagsins hafa smá áhyggjur.

Stuðningsmenn Buffalo Bills eru þekktir fyrir að drekka vel og lengi í kringum leiki liðsins og drykkjulætin stela oft senunni á heimaleikjum liðsins.

Buffalo Bills vann nágranna sína úr New York fylki, New York Jets og New York Giants, í fyrstu tveimur leikjum sínum og er eitt af níu liðum í deildinni sem er með fullt hús. Continue reading “300 lögreglumenn og 300 öryggisverðir á fyrsta heimaleiknum”