Category: NFL fréttir

Lagði skóna á hilluna í hálfleik

Eitt það ótrúlegasta sem hefur sést í íþróttum í háa herrans tíð átti sér stað í leik Buffalo Bills og LA Chargers í NFL-deildinni í gær. Hinn reyndi bakvörður Buffalo, Vontae Davis, lagði þá skóna á hilluna í hálfleik. Já, hann hætti bara í miðjum leik.

Davis var í byrjunarliði Bills í leiknum en segist síðan hafa ákveðið að vera heiðarlegur við sjálfan sig. Hann fór svo til þjálfarans og sagðist vera hættur. Continue reading “Lagði skóna á hilluna í hálfleik”

Á leið í fangelsi en fékk eins árs samning í NFL-deildinni

Lífið í NFL-deildinni er oft á tíðum æði sérstakt eins og sést líklega best á því að maður sem er á leið í steininn var að skrifa undir samning við sterkt lið í deildinni.

Varnarmaðurinn Mychal Kendricks var rekinn frá Cleveland Browns í lok mánaðarins er hann játaði að hafa tekið þátt í innherjasvikum.

Hann á yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsisdóm en dómsuppkvaðning er aftur á móti ekki fyrr en 24. janúar. Í millitíðinni er honum frjálst að spila amerískan fótbolta. Continue reading “Á leið í fangelsi en fékk eins árs samning í NFL-deildinni”

NFL-deildin að trufla heimaleik hjá Tottenham

Það er allt á öðrum endanum hjá heimavallarráði Tottenham þar sem enska félagið er í miðjum klíðum við að endurraða heimaleikjum haustsins eftir að ljóst varð að nýr leikvangur félagsins yrði ekki tilbúinn.

Nýjasta vandamálið er stórleikurinn við Englandsmeistara Manchester City. Leikur Tottenham og Manchester City átti að fara fram 28. október á nýja Tottenham leikvanginum. Daily Mail segir frá.

Tottenham ætlaði að færa leikinn yfir á Wembley, eins og hina heimaleiki sína fram að því að nýr leikvangur er klár, en að þessu sinni var það ekki hægt. Continue reading “NFL-deildin að trufla heimaleik hjá Tottenham”

Trump vill setja leik­menn sem krjúpa í bann

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti vill að leik­menn sem krjúpa, þegar banda­ríski þjóðsöng­ur­inn er spilaður fyr­ir leiki í NFL-deild­inni, verði dæmd­ir í bann. Marg­ir leik­menn deild­ar­inn­ar tóku hné þegar þjóðsöng­ur­inn var spilaður á síðustu leiktíð til þess að sýna sam­stöðu með svörtu og lituðu fólki í Banda­ríkj­un­um. Continue reading “Trump vill setja leik­menn sem krjúpa í bann”