Category: Uncategorized

Gefa út handtökuskipun á stórstjörnu fyrir að rassskella lögreglumann

Þetta var erfitt tímabili fyrir NFL-súperstjörnuna Odell Beckham Jr. í NFL-deildinni og ekki hefur það batnað eftir tímabilið eftir að hann kom sér í mikil vandræði hjá lögreglunni í New Orleans borg.

Odell Beckham Jr. var á sínum tíma í Louisiana State háskólanum og hann var mættur til New Orleans þegar LSU spilaði til úrslita um háskólatitilinn í Bandaríkjunum.

Continue reading “Gefa út handtökuskipun á stórstjörnu fyrir að rassskella lögreglumann”

Bra­dy gæti spilað fyr­ir annað lið

Tom Bra­dy, sig­ur­sæl­asti leik­stjórn­and­inn í am­er­ísk­um ruðningi frá upp­hafi, seg­ir mjög ólík­legt að hann sé hætt­ur, þrátt fyr­ir að vera orðinn 42 ára. Bra­dy verður samn­ings­laus eft­ir leiktíðina, en hann hef­ur verið leikmaður Pat­riots síðustu 20 árin.

Bra­dy var hins veg­ar óljós í svör­um er hann var spurður út í framtíð sína hjá Pat­riots. „Ég elska að spila ruðning og ég elska að spila fyr­ir þetta lið og hef gert það síðustu tvo ára­tug­ina en ég veit ekki hvað ger­ist í framtíðinni,“ sagði Bra­dy við banda­ríska fjöl­miðla eft­ir tap gegn Tenn­essee Tit­ans í úr­slita­keppn­inni aðfaranótt sunnudagsins .

Continue reading “Bra­dy gæti spilað fyr­ir annað lið”

Veislan hefst í NFL-deildinni í DAG

Úrslitakeppni NFL-deildarinnar hefst í dag .

Fyrsta helgin er kölluð „Wild Card-helgin“ en þá spila átta lið en fjögur bestu lið deildarinnar í vetur fá að hvíla.

Veislan hefst í klukkan 21.35 er Houston Texans tekur á móti Buffalo Bills. Texans spilað ágætlega í vetur en hefur vantað stöðugleikann. Bills er það lið sem hefur komið einna mest á óvart í vetur og verður áhugavert að sjá hvernig þessi leikur spilast.

Continue reading “Veislan hefst í NFL-deildinni í DAG”

Rústuðu Jets í nótt og sáu síðan sjálfir um sjónvarpsviðtalið eftir leik

Baltimore Ravens liðið hélt áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni í NFL-deildinni í nótt og liðið tryggði sigur í Norðurriðli Ameríkudeildarinnar með stórsigri á New York Jets. Það lá líka vel á stjörnum Hrafnanna í leikslok.

Baltimore Ravens vann leikinn 42-21 og hefur þar með unnið tíu leiki í röð og 12 af 14 leikjum tímabilsins. Liðið vantar einn sigur í viðbót og þá væri liðið með heimavallarréttinn fram í Super Bowl, komist liðið alla leið.

Continue reading “Rústuðu Jets í nótt og sáu síðan sjálfir um sjónvarpsviðtalið eftir leik”

Fór í keilu og hringdi inn lasinn.

Einn besti hlaupari NFL-deildarinnar, Le’Veon Bell, hefur verið talsvert gagnrýndur í vikunni þar sem hann ákvað að skella sér í keilu.

Það gerði hann síðastliðið laugardagskvöld. Daginn eftir átti hann að spila með NY Jets en hringdi sig inn veikan. Það fór illa í þjálfara liðsins, Adam Gase, sem sagði hann setja vont fordæmi.

Continue reading “Fór í keilu og hringdi inn lasinn.”