SKY SPORTS NFL Í LOFTIÐ

Sky og NFL hafa samið um nýtt fimm ára samstarf um útsendingu NFL-deildarinnar.

Þetta er í fyrsta sinn sem deildin gengur til liðs við alþjóðlegt útsendingar samsteipu til að koma á fót rás sem er tileinkuð íþróttinni.

Samningurinn markar 25 ára afmæli NFL umfjöllunar í beinni útsendingu á Sky Sports og mun sjá það að „Sky Sports NFL“ hefst frá og með deginum í dag 3. september fyrir 2020 tímabilið sem hefst fimmtudaginn 10. september.

Continue reading “SKY SPORTS NFL Í LOFTIД

Ekki lengur rauðskinnar en eiga eftir að finna nýtt nafn

Washington Redskins tilkynnti í dag að nafni og merki félagsins verði breytt. Unnið er að því að finna nýtt nafn og nýtt merki fyrir félagið.

Redskins (ísl. rauðskinnar) vísar til frumbyggja Norður-Ameríku og þykir niðrandi. Í merki Redskins, sem verður nú breytt, er mynd af indiánahöfðingja.

Continue reading “Ekki lengur rauðskinnar en eiga eftir að finna nýtt nafn”

Átti að fara fram í Las Vegas en fer þess í stað fram í bílskúrnum hjá Roger Goodell

Næst stærsti viðburður ársins í NFL-deildinni, nýliðavalið, átti að fara fram í Las Vegas um helgina en vegna kórónuveirunnar varð að hætta við það. Þess í stað verður valið sýnt í beinni á netinu.

Roger Goodell, yfirmaður NFL-deildarinnar, verður í þess stað í skúrnum heima hjá sér og mun skýra frá vali hvers liðs í gegnum netið. Reiknað er með að um ellefu milljón manna muni fylgjast með valinu sem fer fram um helgina.

Viðbrögð þeirra sem verða valdir verða þó sýnd í útsendingunni því þeir 58 leikmenn sem eru líklegastir til þess að vera valdir eru með myndavél heima hjá sér eða fjölskyldu sinni.

Continue reading “Átti að fara fram í Las Vegas en fer þess í stað fram í bílskúrnum hjá Roger Goodell”

End­ur­nýja kynn­in í Flórída

Rob Gronkowski, einn besti inn­herji í sögu banda­rísku NFL-deild­ar­inn­ar í ruðningi, hef­ur ákveðið að taka skóna af hill­unni en þetta staðfesti leikmaður­inn í gær. Gronkowski hef­ur samþykkt að ganga til liðs við Tampa Bay Bucca­neers en hann er orðinn þrítug­ur.

Gronkowski hafði ásamt goðsögninni Tom Brady verið einn af skærustu stjörnum New England Patriots en í mars á síðasta ári greindi Gronkowski frá því að hann hefði ákveðið að hætta.

Continue reading “End­ur­nýja kynn­in í Flórída”

Einn besti varn­ar­maður­inn með veiruna

Von Miller, einn besti varn­ar­maður­inn í NFL-deild­inni í ruðningi, hef­ur verið greind­ur með kór­ónu­veiruna. Miller, sem leik­ur með Den­ver Broncos, var val­inn maður Of­ur­skál­ar­leiks­ins árið 2015 er Den­ver hafði bet­ur gegn Carol­ina og varð meist­ari. 

Miller hef­ur átta sinn­um verið val­inn í úr­valslið deild­ar­inn­ar, en hann hef­ur leikið með Den­ver all­an at­vinnu­manns­fer­il­inn, alls 135 leiki. 

Continue reading “Einn besti varn­ar­maður­inn með veiruna”