Wil­son fékk besta samn­ing sög­unn­ar

Leik­stjórn­and­inn Rus­sell Wil­son skrifaði á dög­un­um und­ir nýj­an samn­ing við Seattle Sea­hawks sem leik­ur í banda­rísku NFL-deild­inni í am­er­ísk­um fót­bolta. Sam­ing­ur­inn gild­ir til árs­ins 2023 og fær Wil­son 140 millj­ón­ir doll­ara í sinn vasa, eða 35 millj­ón­ir doll­ara á ári.

Þetta er besti samn­ing­ur sem gerður hef­ur verið í NFL-deild­inni en Aaron Rod­gers, leik­stjórn­andi Green Bay Packers, átti metið fyr­ir verðmæt­asta samn­ing deild­ar­inn­ar en hann þénar í dag 33,5 millj­ón­ir doll­ara á ári. Continue reading “Wil­son fékk besta samn­ing sög­unn­ar”

Skjáskot úr auglýsingu

Bjórframleiðendur í hár saman vegna Super Bowl auglýsinga

Bjórframleiðendur í hár saman vegna Super Bowl auglýsingaBandaríski bjórframleiðandinn MillerCoors hefur stefnt belgíska bjórframleiðandanum Anheuser-Busch InBev vegna Super Bowl auglýsinga síðarnefnda framleiðandans. MillerCoors vill að auglýsingin verði bönnuð og að Anheuser birti leiðréttingu.

Í auglýsingunum sem málið snýst um er Bud Light bjórinn sem framleiddur er af Anheuser auglýstur en helsti keppinautur þeirrar bjórtegundar er einmitt bjórarnir Coors Light og Miller Lite, sem framleiddir eru af MillerCoors. Continue reading “Bjórframleiðendur í hár saman vegna Super Bowl auglýsinga”

New England fer áttunda skipti í röð í úrslitaleik AFC ( 28-41 )

Fyrri leikur dagsins í úrslitakeppni NFL-deildarinnar var sögulegt einvígi milli liða Philip Rivers og Tom Brady.

New England Patriots tok á móti Los Angeles Chargers klukkan 18.05 og og má segja að um frábæra skemmtun hafi verið að ræða.

Philip Rivers hjá Los Angeles Chargers og Tom Brady hjá New England Patriots hafa báðir spilað mjög lengi í NFL-deildinni og báðir að skila frábærum tölum. Gengi liða þeirra hefur hinsvegar verið ólíkt. Continue reading “New England fer áttunda skipti í röð í úrslitaleik AFC ( 28-41 )”

Eigandi Kúrekanna borgaði meira fyrir nýju snekkjuna en fyrir félagið

Jerry Jones, eigandi Dallas Cowboys, er einn sá litríkasti í NFL-deildinni og hann er mjög kátur þessa dagana enda gengur vel hjá hans liði.

Dallas Cowboys komst í úrslitakeppnina og vann þar sinn fyrsta leik. Liðið er eitt af átta liðum sem eru enn á lífi í baráttunni um sæti í Super Bowl 2019.

Komandi frá Texas, þar sem allt er sagt stærra en annarsstaðar, þá ákvað Jerry Jones að láta sérhanna fyrir sig nýja lystisnekkju.

Jones borgaði 250 milljónir dollara fyrir snekkjuna eða 29,8 milljarða íslenska króna. Hann nefndi hana síðan eftir eiginkonu sinni Gene (Eugenia).  Continue reading “Eigandi Kúrekanna borgaði meira fyrir nýju snekkjuna en fyrir félagið”

Öskubuskuævintýri Thielen ætlar engan enda að taka

Útherji Minnesota Vikings, Adam Thielen, setti glæsilegt met í NFL-deildinni í gær er hann var með yfir 100 gripna jarda áttunda leikinn í röð.

Engum leikmanni í sögu deildarinnar hefur tekist að byrja deildina á því að vera með yfir 100 jarda í átta leikjum í röð.

Í raun hefur það aðeins einu sinni verið gert en þó ekki í byrjun tímabils. Það var sjálfur Calvin Johnson, fyrrum leikmaður Detroit Lions, sem náði þeim einstaka árangri árið 2012. Continue reading “Öskubuskuævintýri Thielen ætlar engan enda að taka”