Antonio Brown til liðs við Tom Brady og Gronk

Antonio Brown er genginn til liðs við Tampa Bay Buccaneers í NFL-deildinni. Þar hittir hann fyrir fyrrum samherja sína Tom Brady og Rob Gronkowski.

Brown skrifar undir eins árs samning við Tampa Bay eftir að hafa verið látinn fara frá New England Patriots eftir aðeins einn leik í september á síðasta ári. Þá fékk hinn 32 ára gamli Brown átt aleikja bann í júlí fyrir ýmis brot á reglum deildarinnar.

Continue reading “Antonio Brown til liðs við Tom Brady og Gronk”

SKY SPORTS NFL Í LOFTIÐ

Sky og NFL hafa samið um nýtt fimm ára samstarf um útsendingu NFL-deildarinnar.

Þetta er í fyrsta sinn sem deildin gengur til liðs við alþjóðlegt útsendingar samsteipu til að koma á fót rás sem er tileinkuð íþróttinni.

Samningurinn markar 25 ára afmæli NFL umfjöllunar í beinni útsendingu á Sky Sports og mun sjá það að „Sky Sports NFL“ hefst frá og með deginum í dag 3. september fyrir 2020 tímabilið sem hefst fimmtudaginn 10. september.

Continue reading “SKY SPORTS NFL Í LOFTIД

Ekki lengur rauðskinnar en eiga eftir að finna nýtt nafn

Washington Redskins tilkynnti í dag að nafni og merki félagsins verði breytt. Unnið er að því að finna nýtt nafn og nýtt merki fyrir félagið.

Redskins (ísl. rauðskinnar) vísar til frumbyggja Norður-Ameríku og þykir niðrandi. Í merki Redskins, sem verður nú breytt, er mynd af indiánahöfðingja.

Continue reading “Ekki lengur rauðskinnar en eiga eftir að finna nýtt nafn”

Átti að fara fram í Las Vegas en fer þess í stað fram í bílskúrnum hjá Roger Goodell

Næst stærsti viðburður ársins í NFL-deildinni, nýliðavalið, átti að fara fram í Las Vegas um helgina en vegna kórónuveirunnar varð að hætta við það. Þess í stað verður valið sýnt í beinni á netinu.

Roger Goodell, yfirmaður NFL-deildarinnar, verður í þess stað í skúrnum heima hjá sér og mun skýra frá vali hvers liðs í gegnum netið. Reiknað er með að um ellefu milljón manna muni fylgjast með valinu sem fer fram um helgina.

Viðbrögð þeirra sem verða valdir verða þó sýnd í útsendingunni því þeir 58 leikmenn sem eru líklegastir til þess að vera valdir eru með myndavél heima hjá sér eða fjölskyldu sinni.

Continue reading “Átti að fara fram í Las Vegas en fer þess í stað fram í bílskúrnum hjá Roger Goodell”

End­ur­nýja kynn­in í Flórída

Rob Gronkowski, einn besti inn­herji í sögu banda­rísku NFL-deild­ar­inn­ar í ruðningi, hef­ur ákveðið að taka skóna af hill­unni en þetta staðfesti leikmaður­inn í gær. Gronkowski hef­ur samþykkt að ganga til liðs við Tampa Bay Bucca­neers en hann er orðinn þrítug­ur.

Gronkowski hafði ásamt goðsögninni Tom Brady verið einn af skærustu stjörnum New England Patriots en í mars á síðasta ári greindi Gronkowski frá því að hann hefði ákveðið að hætta.

Continue reading “End­ur­nýja kynn­in í Flórída”